Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Er kominn vetur eða??? og hvar eru göngin ????
24.9.2007 | 21:33
er ég eitthvað að misskilja dagatalið er ekki september ennþá ?? áðan þegar við Hallgrímur fórum í sund voru pollarnir frosnir og hitinn jú jú hann stóð í +0.5 gráður, á föstudaginn fórum við leikskólakonur á haustþing á Reyðarfirði sem var bara mjög skemmtilegt en, á Fjarðarheiði var hálka og skafrenningur og við skautuðum upp alla heiðina aaarrrggg nú vil ég fara að sjá göng hér takk fyrir svo við getum farið að hætta þessum fornmannbúskap og sitja föst heima hjá okkur hálfan veturinn af því að heiðinn er ófær. Þetta bara er ekki hægt ... Frétti svo af ungri sjálfstæðiskonu sem var hér á sus þingi og sagði að við gætum ekki verið að heimta svona göng það væri nú ekki bara hægt að drita þeim niður um allt það þarf jú að forgangsraða...... mikið er ég sammála því að það þarf að forgangsraða og ekki er hægt að bora í gegnum öll fjöll á landinu en ef byggð á að haldast hér á Seyðisfirði þá þurfum við að fá eins og eitt stk göng það gengur ekki til lengdar að þungaflutningar sem fara hér mikið um vegna Nörrönu eigi í ómældum erfiðleikum með að komast upp og niður fjallið. Það eru ekki á mörgum stöðum þar sem þarf að fara yfir einn hæsta fjallveg landsins til að komast í vinnu eða skóla, þannig að forgangsröðum rétt.
Sigmar er allur að koma til hann fór í slönguskipti á föstudaginn svo ekki þurfti að þurrka hann upp hann verður fyrir sunnan næstu 6 vikurnar ca og vonandi að þessi bakteríupadda fari nú að drepast bara alveg.
Innvortis þurkun
9.9.2007 | 20:19
Talaði við hann Sigmar minn í morgun eitthvað leið honum betur á sálinni var allavega ekki að deyja, en annars er heilsan svipuð hann gat borðað eitthvað örlítið sem er bara gott en svaf lítið í nótt. Hann á að fara í sneiðmyndatöku á morgun til að gá hvort einhver vökvi hafi orðið eftir milli líffæra síðast þegar hann var inni því þeir halda að hann sé með sömu bakteríu og síðast. Hvernig þeir ætla að fara að því að þurrka hann upp svona innvortis veit ég ekki við vorum nú að láta okkur detta ýmislegt sniðugt í hug eins og að fletta honum í sundur og þurrka svo bara vel með góðum klút eða svampi eða bara að nota hárblásara svo væri hægt að lofttæma setja bara ryksugu á slönguna og sjúga allt loft út svo er hægt að nota þennan galdrakarl og seigja hókus pókus. Gott er að geta brosað að þessu öllu saman.
Við Hallgrímur hreinsuðum alla sveppina í dag og svo var náttúrulega sveppasósa í matinn í kvöld. Nammmmmmmmmmminammmmmm ætla að láta þá þorna aðeins betur og steikja þá svo á morgun.
sjúkrahús og sveppir
8.9.2007 | 21:34
Ekki virðist lukkan alveg ætla að elta hann Sigmar minn hann er aftur kominn inn á spítala ekki búinn að vera heima nema tvær vikur og lífhimnubólgan virðist vera kominn aftur, ótrúlegt að hún skuli ekki vera búinn að fatta að hún er ekki velkominn. Sennilega fer hann í allsherjar rannsókn til að útiloka allt annað þetta er að verða alveg ágætt hann missti 15 kíló síðast þegar hann fór inn og er að verða bara skugginn af sjálfum sér hann hefur enga matarlyst og þegar hann borðar verður honum illt því lífhimnan er svo aum Vonandi verður bara hægt að fara í líffæragjöf sem fyrst.
Við Hallgrímur drifum okkur uppí Hallormstað að tína sveppi við fundum alveg slatta af fínum Lerkisveppum og fundum svo Hrútaber í kaupbæti. Skógarferðin var alveg yndisleg veðrið gat varla verið betra + 17 gráður og hálfskýjað svo var algjört logn. Litirnir eru óðum að breytast úr nær algrænu yfir í rautt, gult, brúnt og grænt. Eftir vondar fréttir af prinsinum mínum var varla hægt að hugsa sér betri sálarbætir en berjamór og sveppatínsla i fallegu umhverfi.
GLEÐI GLEÐI GLEÐI
5.9.2007 | 18:07
Nýrnalæknirinn minn hringdi í morgun með þær fréttir að ég gæti ekki verið heilbrigðari vantar pínu járn í blóðið en annars að springa úr hreysti svo það ætti ekki mikið að vera í vegi fyrir því að ég geti gefið honum Sigmari Erni nýrað mitt. Hélt uppá daginn með því að fá mér rúsínur þegar ég kom heim svo er bara að halda áfram að bíða eftir aðgerðardegi, er bara að verða ótrúlega spennt, held áfram að synda ,hjóla og borða hollan mat svo ég verði nú hraust og hress fyrir aðgerðina, reyni að vera dugleg að passa vel upp á að drekka vatn og borða engifer (hann á að vera svo hreinsandi) prinsinn verður nú að fá almennilegt líffæri svo það dugi honum eitthvað.
Nóg að gera
2.9.2007 | 16:47
Sund, sund og meira sund :)
20.8.2007 | 20:18
Dagurinn byrjaði dásamlega, við Hallgrímur vöknuðum snemma (05.50) og drifum okkur í sund, það besta við að mæta svona snemma er að þá erum við bara tvö ein í lauginni, erum eiginlega með einkalaug á 30 mín. Eftir margra mánaðar útlegð frá sundlauginni vegna óþrifa, ( á lauginni sko ekki mér ) var yndislegt að komast aftur í sund, það er kominn nýr forstjóri. Til hamingju Gugga og hún kann sko að þrífa það var allt svo skínandi hreint og fínt að mér fannst ég ekkert þurfa að fara heim í sturtu eftir sundið eins og var oft áður svo nú eru dýrðartímar framundan með morgunsundi og hafragraut með apríkósum getur lífið orðið betra. Smá fréttir af Sigmari það er loksins búið að finna út hvaða bakteríu hann náði sér í svo nú er hægt að vinna í því að drepa dýrið, það getur reyndar tekið langan tíma því þetta er einkar harðger tegund sem lifir í ryki og er ónæm fyrir mörgum sýklalyfjum, en allt er þetta á betra vegi. stefnan er að hann útskrifist í lok vikunnar og ætti hann því að komast heim í næstu viku en ég er að fara suður á mánud.kvöld til að byrja aftur í rannsóknum hvort ég get gefið honum nýra og vonandi gengur það bara, þetta er að verða alveg ágætt af veikindum hjá þessari elsku sem hefur staðið sig eins og hetja í þessu brasi, því það er ekki auðvelt fyrir rúmlega tvítugann einstakling sem alltaf hefur verið frískur að vera allt í einu kominn með alvarlegan sjúkdóm og þurfa endalaust að passa sig á öllum hlutum, mega ekki borða eða gera allt sem hann var vanur. Verum þakklát fyrir litlu hlutina í lífinu og njótum þess að vera til einn dag í einu.
Framhald
10.8.2007 | 13:36
Garður, Hafnir, Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Vogar, Stafnes, Garðskaga og Reykjanesvitar voru heimsóttir Duushús með öllum bátalíkönunum hans Gríms bítlasafnið, sundlaugin í Grindavík það var skemmtilg tilbreyting að fara um Reykjanesið sem ferðamaður en ekki heimamaður. Þá voru það vestfirðirnir, við gistum í 2 nætur á Patreksfirði sem er vel staðsett til að keyra út frá og skoða sunnanverða vestfirði. Bærinn sjálfur mætti alveg kynnast malbiki, málningu, sláttuvélum og almennum metnaði íbúanna til að hafa bæinn fallegan, sundlaugin er æðisleg náttúrufegurðin er mikil og yndislegt að vera ferðamaður fyrir vestan. Nú er ég hætt að taka mark á voli og væli yfir hræðilegu vegakerfi vestfjarða því ómalbikaðir þjóðvegir eru nú bara allstaðar um landið og ástandið á slæmum vegum vegum var eiginlega verst innanbæjar þar sem bæjar og sveitastjórnir þurfa að taka sig á en ekki ríkið svo vestfirðingar hættið að hræða okkur með tröllasögum um óhugnanlega vegi og lagið innanbæjar göturnar. Á Ísafirði fórum við á kajak það var bara dásamlegt að vera næstum því aleinn í heiminum bara ég kajakinn sjórinn og fjöllin, verð að prufa þetta aftur er reyndar alveg til í að eiga einn. Frá vestfjörðum fórum við norður á Dalvík í nokkra daga áður en við héldum heim.
Vinnan er byrjuð hjá Hallgrími og Ársæli en ég byrja á mánudaginn, Hörður og Fríða eru komin austur og mamma, pabbi og Sigmar Örn komu svo á þriðjudaginn stoppið var reyndar stutt því Sigmar þurfti að fara suður á spítala í gær kominn með lífhimnubólgu svo hann verður þar næstu 2 vikurnar eða þar til honum er batnað, mamma og pabbi drifu sig norður til að era klárt fyrir fiskidaginn mikla en við ætlum að vera heima á Norskum dögum.
Alvaran að taka við
10.8.2007 | 11:11
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Himneskur jass
30.6.2007 | 00:59
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
100 ára afmæli eru bara snilld
25.6.2007 | 22:39
Var í alveg dásamlegri afmælisveislu um helgina þar sem "svilarnir" héldu uppá 100 ára afmæli. Buðu þeir okkur uppá spænska smárétti sem við vorum að borða frá því kl 16-rúmlega 24.00 Þeir voru búnir að vera sveittir í eldhúsinu í tæpa viku að undirbúa og þvílíkur árangur já ég varð hreinlega ástfangin af matnum. Matseðillinn var náttúrulega á spænsku svo maður varð bara að giska á hvað væri næst og voru tilgáturnar oft mjög skemmtilegar því við vorum misvel að okkur í spænskri tungu. Allir voru þó með bjórmarineraða kjúklinginn á tæru. djúpsteikti geitaosturinn var yndislegur og saltfiskbollurnar mmmmmmmmmm þvílíkt lostæti, rækjur,humar, döðlur, fyllt egg, svínakjötsbollur, kartöflur, eggjakaka, ofl. ofl. hvítlaukur,hvítlaukur og aðeins meiri hvítlaukur og slatti af olivum.Allt rann þetta ljúflega niður hefði getað haldið áfram að borða í heila viku, enda var ekkert slæmt að komast í afganga daginn eftir. Hallgrímur missti af þessu öllu saman en hann var að klífa Bjólf ásamt ca-80 öðrum fjallagörpum og skemmti sér þar alveg stórvel.