jóla jóla jóla

Jólin geta verið yndislegur tími ef maður leyfir ekki stressi og óþolinmæði að ná á sér tökum. Hingað austur komu allir englarnir mínir þrír og við það fylltist húsið af lífi og fjöri Grin  ég er alveg innilega þakklát fyrir að fá að hafa þá hjá mér um hátíðarnar, en þegar börnin manns eru orðin fullorðin er það ekkert sjálfgefið að þau kjósi að vera um jól hjá mömmu og stjúpa svo strákar mínir takk takk takk. Við erum búin að hafa það mjög gott borða, borða, borða og borða svo aðeins meir liggja svona hér og þar um húsið á meltunni og stíga svo á fætur og athuga hvort ekki þurfi að minnka álagið á ísskápnum. Á aðfangadag myndaðist smá aukaspenna þar sem rafmagnið fór af um tvö leitið þegar ég var að hamast við að strauja síðasta sængurverið og allir nema ég áttu eftir að fara í sturtu/bað. Rafmagnsleysið varði í rúman klukkutíma og allt vatnið í hitakútnum orðið kalt þegar tveir voru búnir að fara í bað svo það þurfti að sjóða vatn í pottum til að klára jólaþvottinn Errm  ekki voru allir glaðir með ástandið en þetta hafðist og kl sex voru allir orðnir hreinir og fínir Hallgrímur farinn í messu og ég og strákarnir að klára matseldina, unaðslega Humarsúpu mmmmmmInLove  og Hamborgarhrygg. Á jóladag komu systkini Hallgríms og börn í jólakaffi það var bara mjög gaman að vera með jólakaffi í fyrsta sinn. Í dag er algjör letidagur við Sigmar prufuðum reyndar nýju græjuna hans Ársæls og klipptum hann Sigmar sá nú að mestu um það en mamma þurfti aðeins að hafa puttana í þessu og raka smá svo nú er hann nýklipptur og flottur Grin  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með jólin þín og fullt hús af englum í kk. Það er ekki nokkur vafi á því að englamamman ljómar í þessum drengjafans. Enda stendur hún sig á allan hátt með prýði. Jól fyrir austan, norðan eða sunnan. Er það ekki aðalmálið að vera með sína í kring um sig? Skiptir áttin þá nokkru máli?

mamma (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband