Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Gleðilega þjóðhátíð
17.6.2007 | 19:29
Gleðilegann þjóðhátíðardag
ætli það sé ekki kominn tími til að koma með smá fréttir, orðinn mánuður síðan ég bloggaði síðast. Mánuðurinn hefur svolítið farið í að njóta þess að skólinn er búinn. Við Ársæll fórum norður um sjómannadags helgina, vorum í góðu yfirlæti hjá Sigmari Erni í Hrísey hittum loksins hana Bylgju og Emblu dóttur hennar það er svolítið skrítið að vera orðin svona ská amma en bara gaman mér líst bara vel á þessa litlu fjölskyldu óska þeim alls velfarnaðar í framtíðinni. Við litum líka til Þorvaldar og Helgu og svo komu þau til okkar á laugardeginum og við grilluðum öll saman svo þessi helgi var ljómandi góð. Um síðustu helgi var uppskeruhátíð blakliðsins og fórum við út í Skálanesfjöru grilluðum sungum og spiluðum strandblak það var mjög skemmtilegt, auðvitað var fundið nafn á viðburðinnog var þetta opna g-strengsmótið í strandblaki, eðli málsins samkvæmt var spilað á g-strengnum
og sýndu menn og konur ný og skemmtilg tilþrif í fjöruborðinu var stungið uppá því að gera þetta árlega við mikinn fögnuð allra viðstaddra. í bítið morguninn eftir (laugardag) fóru bæjarbúar í vinnugallann vopnaðir vinnuhönskum og ruslapokum og hreinsuðum við bæinn okkar týndum upp sígarettustubba og glerbrot. Undarlgt hvað þetta virðist mikið lenda á víðavangi var að velta því fyrir mér hvort stubbarnir væru svona eðlisléttir að þeir fykju alltaf uppúr rulatunnunum eða hvað ????? og flöskurnar svona þungar þá ?? en allavaga þá var bærinn hreinsaður og er nú alveg glerfínn
Í gær 16.júní opnaði svo tækniminjasafnið (vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar) með pompi og prakt í stórkostlegu veðri 20 gr hiti sól og blíða þar gat Ársæll Helgi sýnt okkur Hallgrími hvað hann er búinn að vera að vinna undanfarna mánuði ég verð að viðurkenna að mér fannst ég stundum vera kominn í bílskúrinn hjá afa á Klettaborg. En þá eru það bækurnar sem ég hef verið að lesa undanfarið. "Hvítt á Svörtu" e Ruben Gallego mjög sérstök saga sem gerist í Rússlandi og segir frá lífi fatlaðs drengs og hvernig það er að vera fatlaður á stofnun í Rússlandi í upphafi bókarinnar sesist höfundur ekki hafa áhuga á að skrifa um það slæma þaðsé nóg af svartsýni í heiminum. Kaflarnir eru stuttir enda er bókin eiginlega byggð upp eins og mynningabrot sem púslast saman í eina bók mjög athyglisverð. svo er það "Viltu vinna milljarð" e-Vikas Swarup stórgóð bók en báðar þessar bækur fá mann til að hugsa um hvað mannskeppnan getur verið miskunarlaus í grimmd sinni og hvað hæfni okkar til að lifa af er sterk.
Flugdrekahlauparinn
14.5.2007 | 22:25
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
FARVELL JÚRÓVISJÓN.
10.5.2007 | 22:57


Prófalok og öldungur í blaki
3.5.2007 | 23:01



Guðleg refsing.
15.4.2007 | 18:09

PÁSKAFRÍ :)
3.4.2007 | 21:14
Loksins loksins er komið páskafrí :) og í tilefni frísins kom ég við í Draumhúsi og keypti mér yndislegt indverkst pils, er eins og prinsessa í nýja pilsinu er það reyndar alla daga svo sem. Ég kem til með að sakna Draumhússins, en stöllurnar þar eru víst að hætta
. Nú fer að stytttast í suðurferð, er alveg að verða búinn að pakka niður og kattarkassinn orðinn hreinn.Talandi um kött er alltaf að komast að því hvað ég á dularfullann kött,það var ekki svefnfriður í nótt því hún var að máta allar töskur í húsinu, og nóg er af þeim ) tróð sér ofan í þær, dró eina á eftir ser um allt hús og brasaði með töskurnar fram á morgun, en þá þurfti dýrið að fara að sofa.Ef ég eignast nýja tösku sefur hún ekki fyrr en hún er búinn að máta hana, er þetta eðlilegt fyrir kött ég bara spyr?????
verkefni farið
1.4.2007 | 21:18
Mikið er mér létt einu verkefninu færra hjá mér, skilaði leikjaverkefninu í dag. Nú er bara að velja bók fyrir kjörbókarritgeðina og þá fer skólanum að ljúka í bili. Við Ársæll höfðum það náðugt í dag bara 2 heima, ég að vinna í verkefninu og hann aðallega að snúast í kring um mömmu sína. Suðurferðin er öll að komast á hreint. Sigmar og Þorvaldur fara með Hönnu og Hilmari á miðvikudag svo ekki þarf Þorvaldur að byrja nýja vinnu á fríi. Já hann er fluttur til Akureyrar til hennar Helgu sinnar þar til hann fær íbúð, og er að byrja að vinna á morgun.
hlakka mikið til að hitta strákana mína, hef ekki hitt þá síðan í desember, en Þorvaldur kom austur til okkar um jólin. Það er svolítið skrítið að hafa þá ekki nálægt sér, en svona er víst foreldrahlutverkið, á endanum flytja börnin að heiman og eignast sín eigin börn.
Já það tókst
31.3.2007 | 23:23
Húrra húrra þetta gekk ótrúlega vel gat meira að segja sent færsluna tvisvar, en það er nú kanski svolítið mikið ,skal viðurkenna það.
Hér í firðinum þrönga er búinn að vera ótrúlegur hiti í dag (17 gráður ) og smá vindur með svo þetta er búinn að vera ekta þvotta dagur, enda allt þvegið sem hægt var að þvo,milli þess sem forsíðan á verkefninu mínu var búin til, Ársæll og kötturinn máttu þakka fyrir að lenda ekki í vélinni og svo á snúrunni í þvottakasti húsfrúarinnar. Vorið er kanski bara komið, sá að laukarnir eru að hamast við að koma upp, svo það væri nú freistandi að hreinsa beðin og ekki veitti nú læknum af smá hreingerningu. Skoðaði hann í dag og hann er fullur af allskonar drasli sem hefur fokið þangað í vetur. En ætli það eigi ekki aftir að kólna eitthvað og jafnvel snjóa, páskarnir eru nú ekki komnir ennþá. Kanski að ég fari á morgun og nái mér í greinar fyrir páskana, ætti að geta fundið eina eða tvær í frumskóginum mínum
Anna Bugga
Tekst það núna ??
31.3.2007 | 22:55
það verður spennandi að sjá hvert mér tekst að senda þessa færslu Einhvernveginn ætlar þetta bloggævintýri mitt ekki alveg að byrja með glans, færslurnar mínar ýmist hverfa eða lenda á einhverjum dularfullum stöðum. Er svona að spá í hvort ég hefði kanski átt að lesa leiðbeiningarnar fyrst, áður en ég hennti þeim og óð svo bara af stað. Held samt að eins og venjulega þá reddast þetta
. Jæja prufa að senda þetta eitthvert í burtu og sjáum hvar það lendir...
Anna Bugga
Tekst það núna ??
31.3.2007 | 22:55
það verður spennandi að sjá hvert mér tekst að senda þessa færslu Einhvernveginn ætlar þetta bloggævintýri mitt ekki alveg að byrja með glans, færslurnar mínar ýmist hverfa eða lenda á einhverjum dularfullum stöðum. Er svona að spá í hvort ég hefði kanski átt að lesa leiðbeiningarnar fyrst, áður en ég hennti þeim og óð svo bara af stað. Held samt að eins og venjulega þá reddast þetta
. Jæja prufa að senda þetta eitthvert í burtu og sjáum hvar það lendir...
Anna Bugga