Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
VINNUVÉLAMARTRÖÐ...
3.11.2007 | 22:53
Hef verið að spá í það undanfarið hvað það er sem fær menn til að leggja undir sig heilu íbúðagöturnar og nota sem bílastæði fyrir vörubíla,steypubíla, gröfur og aðrar vinnuvélar. ætli maður verði svona fótafúinn á að vinna á svona tækjum að ekki er hægt að leggja þeim utan íbúðargötunnar og ganga svo heim eða er heimilisbifreiðin svo heilög að ekki má nota hana til að komast til og frá geymslustað vinnubílanna. Ég er að verða pínu þreytt á að búa við það að rólega gatan mín er eins í iðnaðarhverfi þar sem mikið er að gera því hér hika menn ekki við að leggja gröfum, vörubílum, steypubílum og öðrum vinnutækjum. Ekki á meðan verið er að vinna við þau í götunni nei nei hér eru engar framkvæmdir hér er tækjunum einfaldlega lagt eftir vinnu og sett í gang á morgnanna með tilheirandi háfaða og mengun, að ég tali nú ekki um skerta aksturs göngu og hjóla aðstöðu okkar hinna er við götuna búa. Eins gott fyrir mig að ég er að fara í frí eftir helgi og losna við vinnuvélamartröðina.
Smá fréttir af Sigmari. Hann útskrifaðist af spítalanum á miðvikudaginn það gekk náttúrulega ekki alveg áfallalaust fyrir sig því þegar átti að fara að nota nýja skilunarlegginn þá bara blæddi og blæddi og blæddi og blæddi aðeins meir, loks eftir langa mæðu var hægt að stöðva blæðinguna en þegar hann var búinn í skiluninni og búinn að pakka niður tilbúinn að fara heim byrjaði ballið að nýju blóðið bara rann, ekki var hann Sigmar minn glaður allt búið að ganga svo vel bæði sunnudag og mánudag þá þurfti dagurinn sem hann átti að útskrifast að verða hálfgerð martröð og allt leit út fyrir að hann fengi ekki að fara heim. Seint og um síðir eftir allskonar bras og adrenalínsprautu hætti að blæða og hann fékk að fara heim með Hafdísi frænku og vera hjá henni um nóttina gegn því að koma strax ef eitthvað kæmi uppá. Þessi elska sofnaði eins og engill um leið og hann kom í Hafnarfjörðinn og svaf alla nóttina allt gekk eins og í sögu daginn eftir fór hann svo aftur uppá spítala með osta kex og blóm handa yndislegu konunum á deildinni og var útskrifaður formlega. Allt hefur gengið vel fram að þessu og ég hlakka hrikalega til að hitta hann á mánudaginn þá förum við suður og ég fer í tveggja vikna bloggfrí .
Fjallaferð og fleiri fréttir
28.10.2007 | 22:02
Í gær hentist Hallgrímur upp á Bjólf ásamt nokkrum fjallagörpum í gönguklúbbnum til að færa gestabókina en hún er víst búin að vera á kafi í snjó meira og minna frá því henni var komið fyrir þannig að ekki hefur verið auðvelt að kvitta í bókina. Nú ætti hún að vera komin á skikkanlegan stað og upp úr snjóskaflinum. Það var indælis veður svolítið kalt og bjart niðri á sléttunni var gola en uppi á fjalli var víst ansi hvasst, prinsessan var sko heima að þvo þvott og skúra á meðan eiginmaðurinn var í fjallgöngu betra að hún ofreyni sig nú ekki á einhverju príli. Um kvöldið kom svo Sigfríð í mat við grilluðum nautalund og ég bjó til í fyrsta skipti súkkulaðimús og hún heppnaðist svona líka ljómandi vel nammmmmmi nammmmmm við vorum eiginlega frekar afvelta á eftir, þetta var ágætisuppbót fyrir úldna svínakjötið sem við buðum henni uppá í haust ojjjjjjj ojjjjjjjj og ullabjakk..... kötturinn er kominn með kvef hún situr undir borði og hnerrar eins og hún eigi lífið að leysa aattsjúú hún er kannski bara komin með mannaofnæmi hehehe.
En allt annað Sigmar komst í afmæli til ömmu sinnar í dag (úr einangrun í afmæli) og mikið var hann glaður held að amma hans hafi ekki síður verið ánægð því Sissa Bill og Gummi komu frá Ameríku svo allur ættleggurinn mætti í afmæli. Prinsinn er búinn að vera með hita í nokkra daga og var komist að því að það væri komin sýking í blóðskilunarleggin þannig að hann var fjarlægður í gær og fær hann nýjann á þriðjudaginn. Maginn er allur að lagast svo vonandi losnar hann alveg úr einangruninni fljótlega.
Tenerife hér kem ég..................
24.10.2007 | 19:50
Jæja þá er búið að redda utanförinni minni, einhver góðhjartaður hætti við að koma heim 14. nóv hefur sennilega frétt af vandræðum mínum og ákveðið að vera lengur. Svo við getum haldið okkur við upphaflega áætlun. Nú er bara að draga fram ferðatöskuna og finna sólarvörnina Nýja vegabréfið er komið í hús og bleiku bandaskórnir mátaðir reglulega . Þetta verður kærkomið frí svo þegar ég kem heim ætla ég að eyða nokkrum dögum í borginni með Sigmari, hann á reyndar afmæli daginn áður en við förum út svo við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Sigmar er kominn í einangrun fékk sýkingu í þarmana og má ekki vera úti á meðal fólks. Það má þó fara til hans en þá verður að fara í slopp og hanska. Hjúkkurnar eru samt vongóðar um að geta útskrifað hann af einangruninni fyrir helgi , planið var nú að útskrifa hann af spítalanum fyrir helgi en það gæti nú allt breyst. það er bara óskandi að hann missi ekki af afmælinu hjá ömmu sinni (80) um helgina .Pabbi hans, Gunna og bræður ætla að fara suður svo hann ætti að fá að sjá ný andlit, amma hans á Dalvík var fyrir sunnan og heimsótti hann auðvitað honum til gleðinnar ( litli ömmudrengurinn ).
Tónleikar
21.10.2007 | 15:58
Við Hallgrímur fórum á Ölduna í gærkveldi þar var Hörður Torfa með sína árlegu hausttónleika. Tónleikarnir báru nafnið jarðsaga eftir nýjasta diskinum sem er þriðji í röðinni á eftir loftsögu og eldsögu þessir diskar eru alveg yndislegir og lýsa okkur mannfólkinu á stórkostlegan hátt. Hörður hefur einstakt lag á að sýna okkur broslegu hliðina á neikvæðu fari okkar mannanna og draga upp þá hlið á okkur sem við viljum ekki kannast við eða þekkja því hún er svo fáránleg, eins og karl/kven remba, þröngsýni, fordómar, hégómagirnd o.sfr. túlkun hans og innlifun í söngnum var alveg dásamleg og gerði tónleikana alveg stórgóða hann spilaði bæði af nýja diskinum og líka gamalt efni sem er alltaf gaman að heyra.
Spjallaði við hann Sigmar áðan hann er ósköp daufur þessa daganna, er ekki alveg laus við verkina og er í þokkabót að berjast við samviskubit yfir því að vera búinn að skemma utanlandsferðina mína í nóvember, eins og það sé eitthvað sem hann getur gert að. Held að við vildum bæði miklu frekar vera á leiðinni í aðgerðina en því er ekki til að dreifa við verðum bara að vera þolinmóð og muna að góðir hlutir gerast hægt honum hlýtur að fara að batna. Ekki er það heldur hans sök að uppselt er í þessa ferð, eða sko ég kemst út en ekki heim , annars erum við að spá í að athuga hvort Hallgrímur geti ekki bara verið í tvær vikur úti með mömmu sinni og pabba og systrum og ég verði í viku það gæti hugsanlega gengið.
Ágætu gestir þið megið alveg láta vita af ykkur, kvitta í gestabók eða skrifa athugasemdir takk fyrir það.
Afturtekið bónorð...
19.10.2007 | 21:28
Svört bá og marinn !!!
18.10.2007 | 22:43
Eftir þrjár blakæfingar eru hendurnar á mér eins og ekið hafi verið yfir þá á valtara.... svört blá og marinn frá þumalfingrum upp að olnbogum, það er ekki hægt að segja annan en að tekið sé á því við vorum að æfa smass í kvöld og ég þakkaði nú bara fyrir ef ég hitti boltann, í uppgjöfunum eru sýndir snilldartaktar þá fer boltinn ýmist undir netið eða yfir á hinn völlinn hehe ótrúlega góð, verð örugglega kominn í landsliðið í næstu viku.. hehehe það er að seigja ef ég kemst fram úr rúminu fyrir harðsperrum ............. að maður skuli leggja þetta á sig viljandi og borga fyrir þjáninguna , held bara að það sé ekki í lagi .... annars voru allar æfingarnar mjög skemmtilegar og þaulvönu stelpurnar sem eru ótrúlega flinkar eru búnar að vera mjög góðar við okkur nýliðana og duglegar að hvetja okkur áfram þó að við hittum ekki boltann eða skjótum honum hálfa leið uppá hérað. Vona bara að ég komist framúr á morgun og niður tröppurnar held að það gæti orðið all svakalega erfitt....
Aðgerð frestað..............
13.10.2007 | 17:55
Ekki var það kátur piltur sem hringdi í mömmu sína í gær og tilkynnti henni að nýragjöfinni hefði verið frestað fram í febrúar. Enn ein vonbrigðin í ferlinu. Samgróningar í görnunum svo hann er hættur að geta borðað fyrir verkjum og er aftur fastandi, eitthvað ætluðu skurðlæknarnir að líta á hann því hann fær að fara í aðgerð þó svo að ekki sé það til að fá nýra. Það á að reyna að skafa innan úr görninni þar sem samgróningurinn er og sjá hvort það dugar ekki til. Svo losnar hann við legginn sem hann er með í hálsinum svo hann hættir að líta út eins og geimvera þessi elska en blóðskilunargræjan verður sett í höndina á honum, hann þarf nú samt að bíða í einar fjórar vikur á meðan þetta er að gróa í hendinni og notar þá hálslegginn á meðan. Þessi seinkun þýðir að hann verður að vera fyrir sunnan a.m.s.k fram í apríl svo það þarf að finna húsnæði fyrir prinsinn, pabbi hans er hugsanlega búinn að redda honum bíl ekki það að hann er svosem ekkert á leiðinni út af spítalanum alveg í bráð en það þarf samt að fara að huga að þessu.
Hér austur á fjörðum er veðrið dásamlegt við Hallgrímur fórum í langan hjólatúr eftir hádegismatinn komum við í kaupfélaginu að ná í moggann en ótrúlegt nokk þá bara koma hann ekki í morgun, hefur sennilega ekki verið pláss í vélinni það átti að athuga hvort hann kæmi kl 6 ef þetta er ekki óþolandi....AARRRRGGG....... Hittum Helenu og hjóluðum með henni að skoða nýja húsið það verður æðislegt þegar allt verður tilbúið og útsýnið út um stofugluggana er geggjað upp með Dagmálalæk , skógræktin allir litlu fossarnir og fjallið það þarf sko hvorki gardínur eða málverk á veggi þarna. Til lukku með þetta Helena og Daði .
Er að spá í að byrja í blaki á morgun fyrst ég er ekki að fara í aðgerð fyrr en í febrúar. Leit inn á æfingu á fimmtudaginn eftir ræktina og leist bara vel á. Já og talandi um ræktina þá er ég varla með strengi í dag svo ég hefði mátt taka aðeins betur á en ég gerði verð að muna það næst, þýðir ekkert að vera með aulagang þó svo að það eigi að taka hlutunum af skinsemi.
Aumir vöðvar
11.10.2007 | 20:56
vaknaði í morgun með strengi í höndum og brjóstum sem voru ekki alveg þeir notalegustu, var farinn að halda að Hallgrímur þyrfti að klæða mig í fötin þar sem ég sá ekki fram á að geta lyft höndunum upp fyrir maga það var engu líkara en brjóstkassinn væri allur blár og marinn en þegar ég leit niður sá ég að allt leit eðlilega út svona utanfrá allavega ææ og óó hvað ég fann til að maður skuli gera sér þetta sjálfviljugur og meira að seigja borga fyrir það það er ótrúlegt og vitiði hvað, ég fór aftur í ræktina áðan tók neðri partinn fyrir svo á laugardaginn má vænta þess að ég komist ekki fram úr rúmi vegna ofurstrengja í fótum. Já Anna Guðbjörg er loksins farinn að stunda ræktina aftur og með skakkt( vegna strengja í framan ) bros á vör því þetta er þrátt fyrir hæðilega strengi bæði skemmtilegt og gott. svo syndi ég líka 3 x viku og hjóla í vinnuna svo ég er að verða hrikalega heilbrigð. En svona til upplýsinga þá komst ég sjálf í fötin mín í morgun ótrúlega dugleg.
Sigmar er svona smám saman að braggast hann er farinn að fara í sjúkraþjálfun verkirnir eru mikið að minnka og áfram er stefnan á aðgerð í nóvember, við erum bara þokkalega bjartsýn á að hann verði búinn að ná sér nógu vel til að honum verði treyst í aðgerðina. Þetta er búið að taka mikið á og allir orðnir langeygir eftir bata stundum velti ég því fyrir mér hvort þetta sé ekki bara að verða gott mér finnst við hafa gengið í gegnum nóg í gegnum tíðina og alveg kominn tími á sæmilega áhyggjulausa daga þó ekki væri nema 2daga í viku fer ekki fram á meira.
Slangan farinn
26.9.2007 | 22:37
Nýjar fréttir
24.9.2007 | 22:09
jæja þá er að uppfæra nýjustu fréttir af fjölskyldunni. Á þriðjudaginn síðasta fór ég suður til Sigmars líðanin var búinn að vera skelfileg eftir slönguskiptin og allt í molum hjá honum bæði andlega og líkamlega og ekki var hann mjög hress prinsinn minn hafði ekki borðað neitt í 4 daga nema örlitla súpu sem hann fékk í magann af svo hann var myndaður í bak og fyrir, hann var kominn með fast aðsetur á röntgen á miðvikudag og fimmtudag og prufaði held ég allar græjur hjá þeim. Fyrir sneiðmyndatökuna fékk hann sondu honum til mikillar gleði það var frekar ógeðslegt þegar var verið að troða slöngu upp í nefið á honum og ofaní maga. Það sem kom svo upp úr slöngunni var skemmtilega grænt svona eins og karlinn hér fyrir ofan. Þessa yndislegu græju fékk hann svo að hafa í heilan sólahring ....gaman gaman... eftir margar myndatökur og magatæmingu kom í ljós garnalömun sem orsakaði stíflu og mjög sára krampaverki en sem betur fer þá losnaði stíflan eftir inntöku á ómældu magni af skuggaefni, en eftir sat ofurviðkvæmt meltingarerfi sem ekki þoldi meiri mat en vatn og örlitla súpu. Í dag komust svo læknarnir að því að sennilega er lífhimnan utan um meltingafærin að þykkna svo hún vinnur ekki eins og hún á að gera þetta er víst sjaldgæf aukaverkun af kviðskilun og veldur garnalömun, hita ógleði og sárum meltingarfærum. Þannig að þeir ætla að taka kviðskilunarlegginn sem var settur í hann fyrir rúmri viku síðan og setja hann á einhverja sterameðferð. til að laga lífhimnuna, Síðan verður hann bara í blóðskilun þar til hann fær nýtt nýra svo hann verður bara fyrir sunnan þangað til. Eitt jákvætt kom þó út úr þessu það er búið að flýta nýraaðgerðinni svo við förum í aðgerð í nóvember en ekki janúar.
Á Dalvík var svo mikið fjör um helgina þar sem haldið var uppá 70 ára afmælið hans pabba hann var búinn að banna allt tilstand en þar sem við systkinin erum ekkert sérstaklega hlýðinn mættu allir norður (nema ég sem var fyrir sunnan hjá nafna hans) og héldu upp á afmælið með pomp og prakt, afmælisbarnið skemmti sér alveg konunglega enda ekki annað hægt þegar hópur af svona skemmtilegu fólki kemur saman.