Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Dásamlegt líf.

Þá eru vorverkin formlega byrjuð, við sambýlingarnir drifum okkur út í garð eftir að hafa farið á kjörstað og kosið (það verður ekkert rætt um það mál hér) Runninn var orðin heldur hár (var hætt að sjá yfir til nágrannans og það gengur nú ekki hehehe) þannig að við redduðum okkur svakalegri runnaklippu með rafmagni í og Hallgrímur fékk smá útrás, með græjuna á lofti réðst hann á runnann og skar hann niður ég lét mér nægja að hanga á hrífuskaftinu og fylgjast með, eftirlit er líka algjörlega nauðsynlegt með svona vandasömum verkum og er enginn betur til þess fallin að fylgjast með og segja til heldur en hún ég :) Runninn er orðin töluvert lægri í loftinu en lýtur bara vel út :) hrífuvinnan var dásamlega skemmtileg, þegar ég var passlega búin að ná öllum greinunum samann í einn haug þá kom lognið á ógnarhraða og feykti því öllu út í skurð svo ekki þurfti að spá í það meir hmmmmmm þannig að ef þið kæru landsmenn sjáið greinaafklippur á ferðinni um háloftin eru þær sennilega frá mér þið þurfið ekkert að skila þeim þið megið alveg nota þær til að skreyta hjá ykkur ef þið viljið :) á morgun á svo að halda áfram að snyrta runnann ef lognið verður kjurt á sama stað, en það er ekki hægt að kvarta yfir því að geta sinnt vorverkunum á kvartbuxum og stuttermabol í rumum 20°c í byrjun apríl þetta er náttúrulega bara dásamlegt :) :)


Vorið að koma

Vorið er komið og grundirnar gróa.

Mikið eru nú dagarnir yndislegir þegar sólin skýn og vorilmurinn fyllir loftið, hitinn á þessum ágæta laugardegi er kominn í 12 gráður og ekki kvartar maður þegar hitinn verður svona mikill í mars :) Undarlegt (eða ekki) hvað maður fær mikla þörf fyrir hreingerningar (sérstaklega glugga) og moldarstúss þegar vorið fer að láta sjá sig, það er einhver sérstakur ilmur í loftinu sem ber með sér von um betri tíð með blóm í haga :) ekki það að tíðinn hafi verið slæm held að það sé varla hægt að kvarta undann þessum vetri nema þá helst að hann hefur ekki verið viss hvort hann á að vera eða ekki.

Í gærkveldi las ég 3ja ára gamalt blogg fráþví að við Sigmar Örn fórum í Nýraaðgerðina okkar, það var svolítið skrítið  að rifja þetta upp, ýmislegt sem ég var búinn að gleyma en varð ljóslifandi þegar bloggið var lesið og sérstaklega það sem ekki var skrifað um. Mér finst alltaf jafn stórkostlegt að það skuli vera hægt að gefa úr sér líffæri og lifa á eftir eðlilegu lífi en jafnframt að bjarga öðru lífi með þessari stórkostlegu gjöf. Ég man að ég var hálf miður mín yfir því að þegar ég væri búin að gefa Sigmari nýrað mitt þá gæti ég ekki gefið hinum drengjunum mínum nýra því það væri ekkert eftir til skiptanna ég var ekkert að spá hvort ég passaði eins vel við þá eins og Sigmar það var algjört aukaatriði, ég er mamman og þá passar þeta bara ;) svo var eins og ég gerði bara ráð fyrir því að þeir þyrftu á nýju nýra að halda, sem betur fer þá er það nú ekki svo ég veit ekki  betur en þeir séu við hestaheilsu báðir tveir og ekki í neinni þörf fyrir mín líffæri, en svona getur maður nú stundum hugsað furðulega. Eins velti ég mikið fyrir mér hvort Sigmar fengi kannski hluta af sálinni minni með nýranu vaknað upp með mínar minningar, í dag þykja mér þetta frekar fáránlegar pælingar en svona getur nú hugsunin farið af stað þegar aðstæðurnar eru öðruvísi en venjulega. 


Nýársgjöf stjórnvalda til nýrnasjúkra.

Jæja enn eina ferðina blöskrar mér.

Ég var að fá fréttabréf frá félagi nýrnasjúkra  sem er nú yfirleit bara ánægjuleg lesning en í þetta skiptið var þar grein sem bar stjórnvöldum ekki fallega söguna. En 1. janúar 2009 tók í gildi reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt reglugerðinni er gjaldtöku krafist af þeim sem þurfa á blóðskilun að halda en slíkt hefur ekki þekkst í þau 40 ár sem meðferð á lokastigsnýrnabilun hefur verið framkvæmd hér á landi. Ekkert af hinum Norðurlöndunum innheimtir gjald fyrir þessa lífsnauðsynlegu þjónustu. Þrátt fyrir stjórnaskipti hefur ekkert breyst. Búið er að senda þáverandi heilbrigðisráðherra áskorun um að fella gjaldið niður en ekkert gerðist þegar nýr ráðherra tók við voru komugjöld á sjúkrahús lögð af en það átti ekki við um dagdeildir eins og skilunardeildina, hvað ráðherra er að meina með þessu fæ ég ekki skilið.

 


Nú er ég hneyksluð...

Ég þurfti að fara í apótekið í dag og ná mér í lyf,  sem er nú svosem ekkert merkilegt nema þegar mér er boðið samheitalyf í staðin fyrir það sem skrifað hafði verið uppá handa mér þá vildi ég vita hver verðmunurinn væri, var ekki alveg viss hvort ég ætti að taka þetta samheitalyf eða ekki, elskulegar konurnar í apótekinu flettu upp hinu lyfinu fyrir mig og sögðu mér að það munaði 8,000 já átta þúsund krónum á innkaupsverði á þessum tveimur lyfjum takk fyrir ég var nú ekki alveg tilbúinn að samþykkja þennan mikla mun og spurði " en hvað þarf ég að borga fyrir herlegheitin?" jú litlar 11,000 ellefu þúsund krónur rúmar fyrir 100 töflur takk fyrir pent liturinn fór víst eitthvað snökt úr andlitinu á mér og ég stamaði en en en ég borgaði ekki svona mikið síðast og hamaðist við að reyna að rifja upp hvað ég hafði borgað mikið á meðan ég ég ríghélt mér í afgreiðslu borðið, mundi það nú ekki alveg enda liðnir 8 mánuðir frá síðasta skammti. Ég skal bara fletta því upp fyrir þig sögðu þessar elskur, "Anna mín síðast þá borgaðir þú rétt rúmar fjögur þúsund krónur" mér er nú bara spurn ER ÞETTA HÆGT?  það munaði líka 8,000 kr á útsöluverði lyfjanna annarsvegar rúmar þrjúþúsund og hins vegar rúmar ellefu þúsund krónur. og hækkunin maður minn lifandi, ég veit að lyf eru ekki ókeypis en þetta er nú svolítið umfram það það er allavega nokkuð ljóst að fyrir hinn almenna verkamann hvað þá bótaþega (hvaða bætur sem það eru) hafa ekki efni á því að vera veikir. AAARGGG Ég næ ekki upp í nefið á mér þó stórt sé fyrir hneykslun. 

jóla jóla jóla

Jólin geta verið yndislegur tími ef maður leyfir ekki stressi og óþolinmæði að ná á sér tökum. Hingað austur komu allir englarnir mínir þrír og við það fylltist húsið af lífi og fjöri Grin  ég er alveg innilega þakklát fyrir að fá að hafa þá hjá mér um hátíðarnar, en þegar börnin manns eru orðin fullorðin er það ekkert sjálfgefið að þau kjósi að vera um jól hjá mömmu og stjúpa svo strákar mínir takk takk takk. Við erum búin að hafa það mjög gott borða, borða, borða og borða svo aðeins meir liggja svona hér og þar um húsið á meltunni og stíga svo á fætur og athuga hvort ekki þurfi að minnka álagið á ísskápnum. Á aðfangadag myndaðist smá aukaspenna þar sem rafmagnið fór af um tvö leitið þegar ég var að hamast við að strauja síðasta sængurverið og allir nema ég áttu eftir að fara í sturtu/bað. Rafmagnsleysið varði í rúman klukkutíma og allt vatnið í hitakútnum orðið kalt þegar tveir voru búnir að fara í bað svo það þurfti að sjóða vatn í pottum til að klára jólaþvottinn Errm  ekki voru allir glaðir með ástandið en þetta hafðist og kl sex voru allir orðnir hreinir og fínir Hallgrímur farinn í messu og ég og strákarnir að klára matseldina, unaðslega Humarsúpu mmmmmmInLove  og Hamborgarhrygg. Á jóladag komu systkini Hallgríms og börn í jólakaffi það var bara mjög gaman að vera með jólakaffi í fyrsta sinn. Í dag er algjör letidagur við Sigmar prufuðum reyndar nýju græjuna hans Ársæls og klipptum hann Sigmar sá nú að mestu um það en mamma þurfti aðeins að hafa puttana í þessu og raka smá svo nú er hann nýklipptur og flottur Grin  

Jólaljós

Fórum einn jólaljósarúnt um bæinn eftir kvöldmat og bærinn er bara að verða ansi jólalegur, flestir byrjaðir að setja ljósin upp en ekki allt komið enn og er það bara ástæða til að hlakka til og fara annan ljósarúnt. Við vörum agalega dugleg í dag og settum útiseríuna upp það þurfti reyndar tvær tilraunir en nú vitum við hvernig hún á að snúa og hvar á að byrja Grin þetta var bara fjör setja seíuna upp og taka niður snúa henni  við og setja hana svo upp aftur hehe þetta var bara fjör, svo eru inniljósin svona smátt og smátt að komast upp og á rétta staði, ég held að ég hafi ekki verið svona snemma í ljósauppsetningu áður, sennilega er ég eitthvað að mildast í hefðunum en hér á árum áður fóru engin ljós upp fyrir 15.Des nema aðventuljósið. Kortin fara að verða tilbúin til áritunar og stefnan er að fara í laufabrauð á morgun, þá get ég líka farið að þvo ofan af eldhússkápunum og setja upp jólagardínurnar Grin þá geta jólin bara bráðum komið, allt að verða klárt.Ver reyndar að viðurkenna að ég er svo gjörsamlega galtóm af jólagjafahugmyndum að það er spurning hvort jólagjöfin í ár verði ekki geit.....Whistling

Ritgeðin í siðfræði er farin og nú sit ég bara og bíð eftir svari frá kennaranum hvað ég fæ fyrir seinna prófið og ritgerðina en ég er búin að fá úr fyrra prófinu og var bara sátt við útkomuna þar ( 9,5) vona að ég hafi ekki klúðrað neinu stórkostlega svo ég lækki ekki mikið. 


skemmtileg afmæli

var úti í dag með nokkrum hressum gaurum sem ákváðu að ég ætti afmæli og buðu til veislu, það voru búnar til kökur af öllum stærðum og gerðum , afmælissöngurinn sunginn (en aldurinn ekki á hreinu ) þrættu um hvort ég væri 6 ára 20 ár eða 100 ára svo fékk ég afmælisgjafir, vörubíla skóflur og bolta svo kom einn stuttur og færði mér eldavél, tilkynnti í leiðinni að nú væri ég orðin nógu gömul til að elda matinn minn sjálf. LoL Grin LoL svo gaf hann mér vörubílafarm af karamellufræjum Grin svo nú er bara að setja nitur og athuga hvað kemur upp í vor, ef þau eru ekki dásamleg þessi börn.

Tímamótalækningar hvað !!!!!!!!

Sick Sorry en þessar tímamótalækningar virka ekki neitt er búin að sofa í allan dag og er varla vöknuð ennþá, svo ekki taka mark á svona órökstuddu og órannsökuðu bulli eins og ég lét frá mér í gær. Held að það sé best að gera sem minnst  þar til heilsan hellist yfir mig aftur. Sick  Frown  Sick

Tímamótalækningar við flensu

Liggja eins og klessa fyrsta daginn og gera ekki neitt varla að anda og láta makann snúa sér í rúminu til að forðast legusár. dagur 2 drífa sig á fætur ryksuga húsið, henda í vél, þurrka af, tæma nokkra kassa og poka sem hafa beðið eftir að vera tæmdir í nokkra mánuði, losa eins og eina kommóðu til að hafa pláss fyrir allt dótið sem var tæmt úr kössum og pokum, senda bóndann út á snúru svo hægt sé að setja aftur í vélina, ganga frá þvotti og vökva blóminn. Nauðsynlegt er að bóndinn sé sendur út í búð á rjúpu og eitthvert annað að horfa á fótbolta til að fá frið við hamaganginn þegar þessu öllu er lokið er mjög gott að skella sér í sturtu og þvo af sér svitann sem lekur um allt og flensupöddurnar með, leyfa þeim bara að renna niður niðurfallið, lesa blöðin og slaka aðeins á Smile Smile Smile Smile  

leiðindaveður og skrítnir draumar

Ekki er alltaf slæmt að fá vont veður þessa helgina t.d er búið að vera hreint skítaveður kalt og hvasst  í gær og slydda, rok og svo snjókoma í dag. Ég nýtti tímann í að lýta í námsbækurnar og ekki veitti nú af maður minn, á að skila prófi 1.nóv og átti eftir að lesa rúmlega 100 bls í siðfræði en þar sem veðrið var svo leiðinlegt hitaði ég mér bara kakó (gott við freknum ) settist inn og las og las og las og er að verða búin með prófið á bara eftir að fínisera það aðeins. Smile 

Í fyrrinótt var brjálað að gera hjá mér mig dreymdi svo mikið, ég var að bjarga afkomendum Rússnesku keisarafjölskyldunnar frá einhverjum hryðjuverkahópi sem slátraði heilu þorpi til að komast að krökkunum en þau komust undan svo þurfti að bjarga Dönsku konungsfjölskyldunni sem var haldið leyndri í kjallara en á efri hæðinni bjó fjölskylda sem þóttist vera konungsfjölskyldan sú ekta komst undan á flótta en þau áttu töfraolíu sem þau báru á sig og þá gat ekkert komið fyrir þau konungsfjölskyldan átti nokkrar hallir og þær voru allar alveg snjóhvítar og sléttar eiginlega eins og turnar. Ég var alveg dauðþreytt þegar ég vaknaði það var sko brjálaður hasar í báðum draumum. Vonandi sef ég bara draumlaust í nótt.Woundering 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband