Jólaljós
6.12.2008 | 22:37
Fórum einn jólaljósarúnt um bæinn eftir kvöldmat og bærinn er bara að verða ansi jólalegur, flestir byrjaðir að setja ljósin upp en ekki allt komið enn og er það bara ástæða til að hlakka til og fara annan ljósarúnt. Við vörum agalega dugleg í dag og settum útiseríuna upp það þurfti reyndar tvær tilraunir en nú vitum við hvernig hún á að snúa og hvar á að byrja þetta var bara fjör setja seíuna upp og taka niður snúa henni við og setja hana svo upp aftur hehe þetta var bara fjör, svo eru inniljósin svona smátt og smátt að komast upp og á rétta staði, ég held að ég hafi ekki verið svona snemma í ljósauppsetningu áður, sennilega er ég eitthvað að mildast í hefðunum en hér á árum áður fóru engin ljós upp fyrir 15.Des nema aðventuljósið. Kortin fara að verða tilbúin til áritunar og stefnan er að fara í laufabrauð á morgun, þá get ég líka farið að þvo ofan af eldhússkápunum og setja upp jólagardínurnar þá geta jólin bara bráðum komið, allt að verða klárt.Ver reyndar að viðurkenna að ég er svo gjörsamlega galtóm af jólagjafahugmyndum að það er spurning hvort jólagjöfin í ár verði ekki geit.....
Ritgeðin í siðfræði er farin og nú sit ég bara og bíð eftir svari frá kennaranum hvað ég fæ fyrir seinna prófið og ritgerðina en ég er búin að fá úr fyrra prófinu og var bara sátt við útkomuna þar ( 9,5) vona að ég hafi ekki klúðrað neinu stórkostlega svo ég lækki ekki mikið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Lilja Björk (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:21
Við bakkabúar klikkum ekki sko skil reyndar ekki alveg þetta klúður með að hafa bilið svona langt á milli húsanna, það er ekki nema von að maður rati ekki til þín en ég er búin að verða mér út um götukort og er að hamast við að merkja inn leiðina til þín og Billu ég held ég rati til frú Ingibjargar hehehehehehehehe. Hvað er þetta annars með þig og fleirtöluna ha ?????????
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 8.12.2008 kl. 21:42
Lilja Björk (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:12
kem kortinu til þín mjög fljótlega og til lukku í krukku :) :)
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 9.12.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.