skemmtileg afmæli
17.11.2008 | 18:22
var úti í dag með nokkrum hressum gaurum sem ákváðu að ég ætti afmæli og buðu til veislu, það voru búnar til kökur af öllum stærðum og gerðum , afmælissöngurinn sunginn (en aldurinn ekki á hreinu ) þrættu um hvort ég væri 6 ára 20 ár eða 100 ára svo fékk ég afmælisgjafir, vörubíla skóflur og bolta svo kom einn stuttur og færði mér eldavél, tilkynnti í leiðinni að nú væri ég orðin nógu gömul til að elda matinn minn sjálf.
svo gaf hann mér vörubílafarm af karamellufræjum
svo nú er bara að setja nitur og athuga hvað kemur upp í vor, ef þau eru ekki dásamleg þessi börn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hahhah mig vantar svona KARAMELLUFRÆ.... norður í land.. bara að láta þig vita.. ekki gleyma vinum þínum. Knús á þig.
Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:36
ekki málið Inga mín þar sem ég fékk heilt vörubílahlass ætti ég að vera aflögufær.
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:31
Og mér ekki boðið veisluna mmmmmmm, alltaf gaman að lesa bloggið þitt
hafðu það gott knús Guðný frænka
Guðný (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:43
Lilja Björk (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.