Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
laugardagur til lukku og sunnudagur til sælu ????????????????
17.3.2008 | 01:24
Dagur 6
13.3.2008 | 18:09
Dagur 6 runnin upp Sigmar fór í skoðun í morgun og gekk bara vel nema blóðþrýstingurinn er of hár svo hann fékk eitt töfluglasið í viðbót. Ég hafði mig loksins í að lesa í félagsfræðinni og byrja á glósunum, það er eins gott að ég fari að herða mig í lestrinum og hætta að hangsa svona því ég er komin langt á eftir ég kíkti líka á námsvefinn og sá að það er búið að setja inn hellings lesefni fyrir þroska og hreifingu kennarinn þar ætlar manni ekki að leiðast þó áfanginn sé bara 2ja eininga sýnist mér að hún ætli að hafa nóg fyrir okkur að gera. jæja ætli það dugi nokkuð að vera með væl ég skráði mig sjálf í þetta nám og verð bara að taka því sem ég fæ og hana nú.
mánaðarskammtur af lyjunum hans Sigmars
Við erum komin heim
12.3.2008 | 13:43
Dagur 2 utan spítala að hefjast já við Sigmar komum heim í gær og þóttumst alveg eldhress en þegar við vorum búin að keyra dótið okkar í hjólastól útí bíl með viðkomu í apótekinu vorum við bara dauðþreytt það var kannski ágætt að við þurftum að bíða í klukkutíma eftir lyfjunum hans Sigmars, sem var álíka stafli og Esjan á hæð þegar búið var að stafla þeim upp, enda þurfti 2 stóra plastpoka undir herlegheitin og á haugurinn bara að duga í mánuð Þegar heim var komið var gott að geta lagst uppí sófa smástund og jafna sig eftir ferðalagið.
Á mánudaginn lauk einveru minni á stofunni því þá kom pínulítil gömul kona til að leggjast inn, ég verð að viðurkenna að mér leist nú ekki meir en svo á, hugsaði með mér,, það gat nú verið fæ ég ekki eldgamla konu sem fer að sofa klukkan 7 svo þá er eins gott að slökkva ljósið og hafa hljótt eftir það svo er örugglega eitthvert næturvesen á henni" gamla konan reyndist hin indælasta og mynnti mig reyndar ansi mikið á ömmu á Klettó og jú jú hún fór snemma að sofa en er ekki viss um að hún hafi sofnað á undan mér því ég rotaðist um 9 leitið og það var ekki fyrr en eftir miðnætti að ég heyrði í henni aftur þá náði hún ekki í bjölluna svo ég var nú almennileg og hringdi fyrir hana þá kom þessi líka ljúfa hjúkka inn sem talaði svo fallega við gömlu konuna og var svo góð við hana að mér fannst ég vera með Hönnu systir hjá mér að hjálpa ömmu. Reglulega þurfti svo sú gamla að fá aðstoð um nóttina og alltaf vaknaði mín til að hringja fyrir hana bjöllunni og alltaf kom sama hjúkkan til að hjálpa henni fyrir utan eitt skipti að önnur kom og var ég að spá í að biðja hana að fara og sækja "Hönnu systir" því hún kynni miklu betur á" ömmu " mér fannst þessi of harkaleg við brothættu gömlu konuna, en ákvað að það væru nú takmörk fyrir því hvað hægt er að skipta sér af því sem manni kemur ekki við, enda var hún í fínu lagi bar sig bara ekki eins að og sú sem mynnti mig á Hönnu. Einhvern tímann vaknaði ég á undan gömlu og beið eftir að hún bærði á sér svo ég gæti nú sinnt hlutverki mínu sem bjölluþjónn en gamla svaf eins og engill og ég var farinn að hafa áhyggjur hvort eitthvað væri nú að, á endanum vaknaði nú gamla konan og ég gat hringt bjöllunni fyrir hana, hjúkkurnar voru farnar að hafa áhyggjur af því að ég svæfi ekkert en það var allt í lagi því þetta var lang besta nóttin á spítalanum þó ekki væri mikið sofið því gamla konan og góða hjúkkan höfðu svo róandi áhrif að mér leið eins og amma á Klettó og Hanna systir væru hjá mér alla nóttina og ég veit ekki hvort hægt ar að hafa það betra. É vona að gömlu konunni hafi gengi vel í aðgerðinni sinni og að góða hjúkkan starfi sem lengst. Verð þó að taka fram að allir sem unnu á deildinni (13d) voru yndislegir bæði við mig og Sigmar og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.
spítalafréttir
9.3.2008 | 13:15
Jæja þá er búið að skera okkur mæðgin og allt gekk eins og í lygasögu nýrað sem Sigmar fékk byrjaði strax að virka held meira að seigja að það hafi farið að virka áður en það var sett í hehehe enda úrvals eintak. Ég er að verða sæmilega brött er farin að rölta ein um ganginn, bara með viðhaldið en enga göngugrind svo verður gaman á morgun þegar ég losna við mænudeyfinguna og þvaglegginn jibby húrra þá fer ég sennilega að hlaupa um gangana með gömlu körlunum gærdagurinn var svolítið strembinn Sigmar var eins og raketta um alla ganga og margir komu í heimsókn ( sem var bara gaman ) svo það var gott að sofna sæmilega snemma ,svaf þokkalega vel en var vöknuð um 6 í morgun komst svo í dásamlega sturtu fyrir hádegi með fullri þjónustu , sat bara í stól og var þvegin og þurrkuð það var bara gott mig svimar svolítið ennþá ef ég stend kjur lengi en ógleðin er nánast horfin svo ég er bara hress. Sigmar losnaði við morfínið áðan og er hinn kátasti með það hann var að verða svolítið ruglaður á morfínsterablöndunni og hefur lítið sem ekkert getað sofið hann er núna að reyna að leggja sig enda bara dúrað örlítið frá því á föstudag. Veðrið er yndislegt svona út um gluggann allavega og bleiku blómin frá mömmu og Hafdísi skemma ekki fyrir. Eigið öll góðan dag knús og kossar frá 13d stofum 4 og 8
fréttir úr borginni
6.3.2008 | 13:51
Enn einni heimsókninni á blótökudeildina lokið þurfti enn eina ferðina upp á spítala í blóðprufu ef þeir halda þessu áfram verð ég orðin blóðlaus áður en ég kemst í aðgerðina, en mikið hrikalega held ég að blóðbankinn sé kátur að eiga allt mitt dásamlega blóð, síðan ég kom suður hef ég farið á hverjum degi á lansann ýmist í viðtöl eða blóðprufur nema hvorutveggja sé ,fékk í gær að hitta aðalskurðlækninn Jóhann Jónsson sem kemur alla leið frá canada til að skera okkur, í samtalinu kom í ljós að hann er ættaður frá Seyðisfirði langafi hans var kaupmaður á Seyðis og hét Stefán T.H jónson og var með verslun þar sem sýsluskriftofan er nú til húsa, þar sem hann er ættaður frá þessum fallega firði hlýtur aðgerðin að takast með eindæmum vel. Ég spurði hann útí pælingarnar mínar hvort Sigmar fengi part af sálinni minni með nýranu og fannst honum þær pælingar virkilega skemmtilegar hann sagðist reyndar ekki hafa orðið var við persónubreytingar en alltaf segja karlmönnum sem fá nýra úr konu að hér eftir komi þeir til með að pissa sitjandi og fá ólæknandi verslunarþörf hehehehe En allavega þá var mjög gott að tala við hann og spurði hvort hann fengi ekki kaffi ef hann kæmi og liti á ættaróðalið á Seyðis.
Á þriðjudaginn fórum við systur og tæmdum kringluna keypti mér alveg guðdómlega fallega hvíta kápu í Karen Millen og ferlaga góð hversdags stígvél í Bianco, þegar við Hafdís komum heim spurði Úlli hvort það væri ekki best að hann geymdi kortið mitt hehehehehe sénsinn er sko rétt að byrja ( kannski eins gott að ég verð lögð inn í kvöld ) á sko Smáralindina og Laugaveginn eftir.
komin í borgina
3.3.2008 | 15:35
Vetrarfréttir
28.2.2008 | 21:16
Ekki er veturinn alveg búinn, í nótt og í morgun hefur kyngt niður snjó það blés svolítið í morgun en veðrið var yndislega fallegt eftir hádegi enda var mikið að gera hjá okkur á Sólvöllum við að búa til allar tegundir af kökum sem börnum getur dottið í hug sem voru síðan skreyttar með klaka og snjó áður en farið var inn í nónhressingu slógum við upp veislu úti í fallega veðrinu og "borðuðum" snjókökur af öllum stærum og gerðum og "drukkum" heitt kakó með það var sko mikið fjör hjá okkur. Í gærkveldi kepptum við leikskólakonur svo í fyrirtækjakeppni grunnskólans við drógumst á móti Gullveri og þeir rétt mörðu sigur hehehe við reyndar höldum áfram sem stigahæsta tapliðið svo þetta er ekki alveg búið hjá okkur ja reyndar verð ég farin suður svo það þarf að finna einhverja sem kemur í staðin fyrir mig en ég hef fulla trú á að stelpurnar rúlli þessu upp
þegar ég kom heim eftir vinnu í dag beið mín póstur "jíbbý" árgangur 1964 á Seyðisfirði ætlar að hittast í sumar í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá fermingu okkar reyndar fermdist ég ekki á Seyðisfirði heldur í Grindavík og flutti reyndar héðan þegar ég var 12 ára en samt er mér boðið að vera með og er ég hrikalega ánægð með það og hlakkar ekkert smá til. Það er búið að stofna bloggsíðu fyrir fermingarmótið og var ég að fara yfir nöfnin á gömlu bekkjarfélögum þar ég verð að viðurkenna að ekki mundi ég eftir öllum sem voru á listanum en það voru nú aðallega strákarnir sem ég var búin að gleyma. Það verður því nóg að gera við að rifja upp hver var hvað og gaman að hitta krakkana aftur eftir 32 ár sum hef ég nú hitt, ein er orðin mágkona mín og þau sem búa hér á Seyðisfirði hef ég allavega öll séð. Það er kannski spurning hvort ekki ætti að hafa samband við þennan sama árgang í Grindavík og athuga hvort ekki sé komin tími til að hittast en það er nú styttra síðan ég hitti þau. Kosturinn við að hafa verið í mörgum skólum er að ég get farið á mörg árgangamót sama árið um allt land
aðgerðarpælingar
24.2.2008 | 23:26
góð áthelgi..
17.2.2008 | 22:16
"litla barnið" er að koma til mömmu ..................................
14.2.2008 | 23:36