Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Hamingjubrauð
10.10.2008 | 21:39
Í allri krísunni sem við erum núna ætla ég að færa ykkur uppskrift af hamingjubrauði en það er svo gott að það er ekki annað hægt en að brosa og vera glaður eftir bakstur og át á dásemdinni
6-7 bollar heilhveiti
2 bollar sólblómafræ
1 bolli sesamfræ
1/4 bolli hörfræ
2 tsk matarsódi
5 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
2 msk hrásykur eða hunang leyst upp í 1 bolla af sjóðandi vatni (ég nota hunangið)
1-1/2 bolli rúsínur
4 bollar mjólk eða mjólk og vatn til helminga
allt sett í skál og hrært lauslega saman sett í 2 form og bakað í 1 klst við 200°c
ég nota þau fræ sem ég á hef líka notað möndlur ( mjög gott) og múslí þetta brauð geymist mjög vel verði ykkur að góðu.
Elsku besti afi minn
8.10.2008 | 20:30
Verum glöð..
20.9.2008 | 17:17
Held að haustið hljóti að vera komið, börnin farinn að spyrja hvenær kemur snjórinn og haustlægðirnar komnar á kreik. Það blés svona sæmilega aðfaranótt miðvikudags vaknaði allavega reglulega þegar allt hristist og skalf, á miðvikudagsmorguninn voru göturnar þaktar í laufblöðum og greinum sem höfðu fokið um nóttina. Síðastliðinn föstudag var haustþing leikskóla á austurlandi haldið á Vopnafirði, við Sólvallakonur drifum okkur þangað og skemmtum okkur mjög vel, f.h var Magga Pála með erindi um Hjallastefnuna og agamál og kom hún inná marga athyglisverða punkta sem við tókum með okkur og höfum rætt eftir að heim var komið. E.h var svo Edda Björgvins með jákvæðni og hlýlegt viðmót bráðnauðsynlegt og skemmtilegt námskeið hef mikið spáð í það eftir námskeiðið hvort ég sé gagnrýnin eða umhverfisslys þegar ég tala held nefnilega að æði oft buni maður einhverju útúr sér og spái ekkert eða lítið í afleiðingarnar, svo gott að geta sagt "já en þetta er bara það sem mér finnst það er nú málfrelsi hér " ofl ofl misgáfulegar afsakanir fyrir því að maður vandir sig ekki í því sem maður segir. Stundum má nefnilega satt kjurt liggja, og hvaða þörf er þetta eiginlega að þurfa alltaf að velta sér uppúr því sem aðrir eru að gera og seigja, þar er ég ekkert saklaus þó svo að haldi það stundum nei ég get sko alveg blaðrað og forvitnast um það sem mér kemur ekkert við. Leiðinda ávani sem þarf að uppræta. Eins kenndi hún okkur ýmsar aðferðir til að ná í gleðina aftur af við erum eitthvað döpur og þurfum að vera upp á okkar besta, einvar að skrúfa græjurnar í botn og syngja með af öllum lífs og sálar kröftum hér dugar ekkert humm og raul ef okkur líkar ekki röddin í okkur hækkum við bara meir í græjunum þessi aðferð er fín í bílnum t,d svo er hægt að sameina hana annarri æfingu en það er hreyfingin og þá er bæði sungið og dansað trylltum dansi þetta virkar ótrúlega vel, svo er það minningabrunnurinn rifja upp hvenær við hlógum síðast svo mikið að við gátum ekki hætt ( misstum okkur alveg úr hlátri ) ég mæli með því að þú prufir þessar æfingar kannski ekki allar í einu og þó kannski er það bara gaman en allavega þá virkar þetta mjög vel.
Nýjasta gleðin á heimilinu er nýja æðislega frábæra þvottavélin okkar sú gamla gaf upp öndina og dó endanlega á mánudaginn á fimmtudag var svo kominn ný og glæsileg vél í þvottahúsið og ég get sagt ykkur það að hér er ekki bara óhreini þvotturinn þveginn heldur hefur sést til heimilismeðlims næla sér í hreint inni í skáp til að þvo það liggur við stimpingum og handalögmálum í þvotthúsinu þvílíkur er ákafinn að nota nýju græjuna.
er ekki alveg dauð....
29.8.2008 | 21:44
þá er vinnuvika 2 liðin og hlutirnir svona alveg að komast í sitt rétta horf. Búin að fara tvisvar í berjamó og líka búin að borða öll berin, annaðhvort er ég svona gráðug eða ég er svona lélegur tínari hehehehe hvort skyldi það nú vera nema bæði sé krækiberin eru orðin þokkalega stór en og það er sko nóg af þeim, þar sem ég hef verið má passa sig á að drukkna ekki, þau vaxa meira að seigja upp úr mosanum það eru allar þúfur kolsvartar,hvort sem lyng er undir eða ekki. Bláberin eru enn frekar smá en það er nóg af þeim, ætli ég fari ekki aftur eftir helgi og ath hvort þau hafi ekki stækkað eitthvað smá. Svo er planið að skreppa í sveppi fljótlega er einmitt nýbúinn með síðasta pokann frá því í fyrra.
er sumarfríið virkilega búið !!!!!
14.8.2008 | 15:30
komin heim og flutt !!!!!!!!!!!!!!!!!!
29.7.2008 | 13:12
Já nú erum við komin heim úr hitanum og sólinni í Tyrklandi og flutt í nýja húsið :) :) :) :) komum austur á föstudagskvöldi eftir 3ja daga stopp í höfuðborginni, komum reyndar við á Akureyri að hitta ungana mína aðeins ohhhhhh hvað ég var farinn að sakna þeirra. Á laugardeginum var svo flutt og sofið fyrstu nóttina ( laugardagur til lukku) við erum að hamast við að koma okkur fyrir og gengur bara ótrúlega vel. Eldhúsið er að verða klárt, gardínurnar eru komnar upp (ótrúlega flottar hehe) og nýja fína blómahafsflækjuljósið mitt, sem er bara æði, er líka komið og uppþvottavélin jesss jesss loksins er pláss fyrir eðalgripinn og bóndinn fær frí frá uppþvottaburstanum. Hallgrímur er farinn að vinna svo ég er að dunda mér í þessu á meðan, við fengum reyndar stærðarinnar lóð líka sem þarf að hirða um, bletturinn var orðin svo loðinn þegar við fluttum að það þurfti að slá tvisvar til að komast niður úr grasinu og það er kominn tími á að slá aftur. Ég byrjaði í gær að klippa Viðjuna sem er fyrir framan húsið, held að það verði sett á framtíðarplanið að fá sér rafmagnslippur eins þarf nú að planta meira í garðinn nokkur Reynitré og Rifsberjarunna t.d eins þarf að stækka kartöflugarðinn en hann er á stærð við hálft frímerki er að spá í að stækka hann uppí fulla frímerkjastærð hehe og eiga möguleika á að setja niður 10 kartöflur í stað 5 núna
Það verður sennilega nóg að gera um helgina því Systur mínar ætla að koma með sínar fjölskydur eru reyndar búnar að leigja sér hús, svo koma mamma og pabbi og Sigmar og Ársæll, Þorvaldur minn ætlar bara að koma þegar fer að róast hjá okkur. Það er bara vonandi að veðurspáinn rætist ekki fyrir austurland og hér verði einmunablíða
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sma frettır fra Tyrklandı
13.7.2008 | 07:54
Hıtı, hıtı og meırı hıtı er buınn ad eınkenna Tyrklandsdvolına. İ forsaelu fer hann uppi 38-40 en i solınnı hefur verıd 55 og yfır uffffffffffff..... annars er ferdın buın ad vera fin vıd erum buın ad fara i 2 sıglıngar eına her um floann og synda i sjonum sem var alveg rosalega fint svo forum vıd a skjaldbokustrondına, tad var allt i lagı en vard samt fyrır vonbrygdum helt ad tetta vaerı odruvisı en ferdın sem alveg stod uppur er Pamukale bomullarfjallıd, ef tu ert a leıd tıl Tyrklands maelı eg med tessarı ferd. Vıd skodudum rustır borgarınnar Hıreapolıs og syntum i laug Kleopotru en vıd ad synda i hennı yngıst madur um 10 ar hıd mınnsta. hotelıd er ekkı stort en mjog fınt tjonarnır ofur hressır og allır mjog almennılegır i gaer og fırradag voru trumur og eldıngar og urhellısrıgnıng i kjolfarıd en tad var bara i sma stund og hreınsadı loftıd mjog vel. A morgun er svo heımferdardagur tannıg ad tad verda nanarı frettır tegar heım er komıd og eg kemst i almennılegt lykklabord. Solarkvedjur tıl ykkar allra Anna Bugga og Hallgrimur hın svartı.
Flutningar og fleira
21.6.2008 | 17:31
Er byrjuð að flytja við fórum nokkrar ferðir í dag með kassa og smádót og komum fyrir í nýja húsinu okkar, samt sést ekki mikið hér heima nema ef litið er inn í skápa, þannig að það er þó hægt að gera skápana hreina. Þetta verða frekar skrítnir flutningar við fáum húsið afhent 1. Júlí en erum að fara til Tyrklands 30. Júní hjónin sem eru í húsinu okkar eru reyndar búinn að tæma eitt herbergi svo við getum komið dótinu okkar fyrir þar og byrjuðum í dag að ferja á milli. Stóra dótið verður reyndar að bíða þar til við komum aftur, þau eru reyndar í óskemmtilegri stöðu, fá sína íbúð vonandi 1. Júlí og hún er alveg komin að því að eiga svo þau þurfa að standa í flutningum með glænýtt barn, ég öfunda þau ekki af því.
Í kvöld er sólstöðuganga hjá gönguklúbbnum og á að ganga frá Fjarðarseli upp með fossunum að neðri Stöfum þangað verðum við svo sótt og ferjuð niður að golfskála og gengið þaðan að Firði, eftir gönguna verður farið í Skaftfell til Jóhannesar og borðuð kjötsúpa mmmmmmmm þessi ganga verður farinn til heiðurs litla afmælisbarninu í fjölskyldunni sem elskar gönguferðir af öllu tagi hehehehehehehehehehehe til hamingju með daginn Ársæll minn
hönnunarvinna
5.6.2008 | 21:38
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér að endur hanna, endurinnrétta og klæða nýja húsið mitt sem við erum alveg að fara að kaupa, er að verða búin að öllu innanhúss svo núna er það garðurinn. Er að skipuleggja rosalega flottan skrúðgarð og matjurtagarð ætli hann verði ekki tilbúinn um helgina, var að helluleggja innkeyrsluna áðan og ég get sagt ykkur að þetta verður hrikalega flott.
Fórum um allan bæ í dag að ná okkur í kassa, það er allt að verða klárt fyrir pökkun, svo það er eins gott að ekkert klikki í kaupunum.
Góð helgi
2.6.2008 | 22:19
Jæja þá er árgangamótinu lokið og mikið svakalega var þetta skemmtilegt. Við hittumst á föstudagskvöldið á Múlaveginum heima hjá foreldrum Ingu Jónu ekki vorum við mjög mörg sem mættum en það gerði ekkert til, kannski náðum við bara betur saman en það var alveg ótrúlegt hvað við vorum eitthvað óþvinguð og sumir höfðu ekki hist í mörg ár, ég hafði ekki hitt helminginn í 32 ár og ég get sagt ykkur að þau hafa ekkert breyst í útliti allavega og öll voru þau alveg yndisleg.Rifjaðar voru upp misskemmtilegar sögur úr skólanum og mikið var hlegið ömmur og afinn í hópnum voru mikið öfunduð af okkur hinum sem ekki hafa enn náð þessari stöðu eftirmikið spjall og mikinn hlátur var haldið á hótel Ölduna þar varð okkur svo kalt í góða veðrinu á því að sitja úti að við fluttum okkur yfir á Láruna þar var spjallað, hlegið,drukkið og dansað missnemma á laugardagsmorgun fór fólk að tínast heim. Þegar ég kom heim átti ég töluvert eftir af talkvótanum mínum og held að ég hafi sofnað í miðri setningu tveimur tímum síðar. Á laugardaginn var dagskrá á bryggjunni kíkti aðeins en þar sem ég er ekki almennilega vatnsheld og það var farið að rigna fór ég fljótlega heim. Hópurinn hittist svo hjá Unni Óskars um fjögur leitið og stormaði þaðan út að Hádegisá til að gróðursetja einar 40 birkiplöntur. Við vorum alveg hrikalega fagmannleg í gróðursetningunni og bíðum spennt eftir að hittast aftur í skóginum sem við gróðursettum.hehehe um kvöldið var svo matur og ball í Herðubreið sem var mjög vel heppnað í alla staði, ég vona að næst þegar við hittumst þá mæti fleiri en núna því þetta var svo gaman, væri til í að hitta hópinn á hverju ári hér eftir og jafnvel oftar. Ég tók eitthvað af myndum og set þær fljótlega inn það er eitthvað smá tæknibras í gangi.
Aðrar fréttir eru að við erum sennilega búin að fá varanlegt húsnæði en ég segi betur frá því þegar það er allt orðið öruggt.