Draumar.......
10.2.2008 | 21:54
Snjór, snjór og meiri snjór
3.2.2008 | 22:47
Hér er allt að fara á kaf í snjó, síðan á fimmtudag hefur þurft að moka bæði tröppur og stíg á hverjum degi til að komast frá húsinu, að ég tali nú ekki um bílinn hann er nú bara notaður svona alsparijóla......( enda ekki auðvelt að moka götuna mína sem að jafnaði er full af alls kyns vinnuvélum og vörubílum) á hverjum morgni þegar við vöknum er fennt í göngin sem mokuð voru daginn áður og tröppurnar fullar af snjó en ekki kvarta ég því mér hefur aldrei leiðst neitt sérlega mikið að moka snjó og fátt er eins frískandi og göngutúr í skítakulda og helst snjókomu beint í andlitið. Fyrir nú utan það að snjómokstur er hin besta líkamsrækt. Hallgrímur mokaði í dag svo ætli ég fái ekki að moka á morgun.
Fyrsta verkefnið í skólanum er farið frá mér sendi það núna rétt áðan en það var um uppruna félagsfræðinnar. Mér líst mjög vel á þetta fag, það sem ég er búin að lesa lofar góðu en mér þykir félagsfræði mjög spennandi og gæti alveg hugsað mér að læra meira um hana en námskráin segir til um
Stórglæsilegt þorrablót.....
30.1.2008 | 18:36
Senn líður að Þorra !!!
12.1.2008 | 17:15
jólafréttir
29.12.2007 | 17:02
Jólin jólin jólin tími ljóss og friðar sameiningar fjölskyldunnar rólegheita, fjölskylduboða, náttfatadaga, ofáts, viðsnúningi á sólahringnum og óróleika hjá kettinum. Flest af þessu höfum við fengið að upplifa um þessi jól drengirnir mínir skunduðu austur til að halda jól með mömmu sinni Þorvaldur og Ársæll komu með rútunni frá höfuðstað norðurlands 21.Des mikið skelfingarósköp var nú gott að sjá útilegudrengina mína sem þykjast vera orðnir fullorðnir og fluttir að heiman, þá var bara að bíða eftir Sigmari hann átti að koma með síðustu vél á Þorláksmessu við Hallgrímur brunuðum í héraðið að sækja piltinn og þarna kom hann horaður eins og rækja en alltaf jafn fallegur þá var ég búinn að heimta alla mína syni Klemens var líka kominn austur svo öll börnin okkar fimm voru mætt í sveitina að halda uppá hátíð ljóss og friðar. (Sigfríð er svo elskuleg að búa hér) Ekki vað Adam lengi í paradís (brasið alltaf á henni Evu) Sigmar var þokkalega hress að sjá en var nú samt svolítið hokinn þegar ekki átti að sjást til fögnuður þeirra bræðra var líka mikill að fá loksins að vera allir saman og ekki að hittast á spítalanum. Á Þorláksmessu kvöld um það leiti sem fólk var að búa sig í svefn fer minn maður að æla, sagði það ekki vera neitt væri bara þreyttur og ætlaði að fara að sofa. Á Aðfangadagsmorgun vaknaði ég svo við tilraunir pilts við að æla svo ég fékk hann á að koma með mér til læknis í bjartsýniskasti okkar beggja og von um að fá að vera saman héldum við að læknirinn gæti gefið honum eitthvað gott sem dygði fram að 26.Des en þá átti hann að fara suður aftur. Óli læknir skoðaði drenginn í bak og fyrir og hlustaði á sjúkrasöguna "jahá tvær vikur síðan þú fékkst ileus síðast þetta þýðir bara eitt -innlögn á spítala-" þetta voru hræðileg vonbrigði sem erfitt var að leyna en ekki ekki þýðir að deila við lækna eða dómara úrskurði þeirra þarf að hlíta þannig að Sigmar minn sem var búinn að hlakka svo mikið til að eiga jól með bræðrum sínum og mömmu varð að fara suður aftur á sjálfan Aðfangadag og leggjast inn á spítala, sem betur fer eru mamma og pabbi fyrir sunnan um jól og áramót svo amma hentist út á flugvöll að sækja prinsinn og koma honum á spítalann. (aaaarrrrrrrggggggg) Hún fékk svo að sækja hann rétt fyrir 6 og fara með hann til Hafdísar þar sem hann þurfti að fasta var skapið ekki alveg uppá það besta en hann stalst í smá jólagraut (3 skeiðar) sem var sá besti sem hann hafði smakkað og var hjá henni til að ganga tólf þá fór hann aftur uppá spítala eins mátti hann skreppa í jólaboð til ömmu og afa í Grindó og var hinn sáttasti með það. Þegar ég talaði við hann áðan þá var hann kominn í leifi fram yfir áramót en þá á hann að mæta aftur og fara í kviðarholsspeglun þessi þarmalömun er að verða svolítið þreytandi. En við sem eftir vorum fyrir austan erum búin að hafa það mjög náðugt Klemens og Sigfríð komu til okkar á aðfangadagskvöld eftir mat og pakka og aftur á jóladag í mat. Fríða og Hörður eru hér fyrir austan og komu til okkar í kaffi á jóladag og mat á annan í jólum Hallgrímur fór að vinna 27. og ég 28. þannig að vinnan hefur ekki verið að drepa okkur enda mikið búið að lesa og maula á konfekti laufabrauði og öðru góðgæti Þorvaldur og Ársæll eru komnir með ný viðurnefni og kallast nú einu nafni sófadýrin enda standa þeir varla upp úr sófanum nema rétt til að matast sofa og fara á klósett en það eru jú einu sinni jól svo ekki tekur því að jagast of mikið enda eru þeir ekki hér á hverjum degi. Sófadýrin stefna á að fara með rútunni norður aftur á morgun en spáin er ekkert allt of góð og kæmi mér ekki á óvart að þeir yrðu veðurtepptir hér um áramótin hehehehe
Í dag er merkisdagur því systkini mín elskuleg Hanna og Einar Jón eiga afmæli í dag og óska ég þeim alls hins besta á afmælisdaginn og alla aðra daga megi gleði og gæfa umlykja þau um langa ævi.
Fréttir úr sveitinni
16.12.2007 | 17:18
Er búin að vera alveg þokkalega dugleg um helgina. Á föstudagskvöldið hittumst við leikskólakonur og enduðum jólavinaleikinn okkar, leikurinn er búinn að vera mjög skemmtilegur eins og venjulega fallegar orðsendingar og smágjafir í heila viku. Mörgum okkar tókst að dulbúast ansi vel því það þurfti að giska mörgum sinnum áður en rétti vinurinn fannst en sumar gátu þó í fyrstu tilraun. Mikið var talað og hlegið og borðað yndislegur endir á vinnuviku. Á laugardaginn fór ég í héraðið með Hirti og Mimie hélt áfram jólagjafaverslun og er bara sátt við þau kaup. Þegar ég kom heim fór ég að búa til konfekt ætlaði bara aðeins að gera ...smá... áður en við færum í laufabrauðið hehe þetta smá fyllti stórann bauk og ég mér veitir ekki af liðsauka til að klára herlegheitin.. hvenær skyldi ég læra smá hógværð þegar ég er að búa eitthvað gott til þannig að laufabrauðsgerðin dróst þar til eftir kvöldmat en þá hespuðum við þessu af og vorum bara snögg að því ég prufaði núna að nota hreina svínafeiti til að steikja uppúr aðallega vegna þess að boxið af henni var svo passlegt, ekki leist mér alveg á þegar það var opnað því lyktin var ekkert sérlega góð hálfgerð hrálykt mynnti mig á sláturhúsið og sláturgerð en bragðið af kökunum var mjög gott bara laufabrauðsbragð en ekki af feiti eins og ég finn svo oft og þegar búið var að steikja var ekki bræla í eldhúsinu mínu og í morgun var ekki hægt að finna að þar hefði farið fram steiking kvöldið áður. svo ef maður getur horft framhjá hrálykt af kaldri feitinni mæli ég með henni því eftirá er hún mikið betri. Í dag voru það svo Sörubotnar (krem og hjúpun eftir) og hrikalega djúsí súkkulaðibitakökur nammmmmi nammm held ég fari svo að hætta bakstrinum þetta er held ég alveg að verða gott eins gott að strákarnir komi og hjálpi mér við átið því ekki er hann Hallgrímur sá hressasti í smákökuáti.
Líkurnar á því að Sigmar komist austur eru alltaf að aukast hann er enn inni á spítala en vonast til að komast heim á morgun. Hann er allur að lagast og stíflan er sennilega losnuð svo hann þarf ekki í aðgerð (sem betur fer). Hef enn ekki heyrt frá Þorvaldi svo ég veit ekkert hvað hann ætlar sér að gera, hvort hann kemur austur eða fer út í eyju til pabba síns.
Líðanin hjá mér er öll að lagast eftir að ég kom mér til læknis og fékk þunglyndislyf. mér gengur betur að vakna á morgnana og er ekki eins döpur og áður, til að byrja með var kvartað undan því að ég væri svo þögul en það kom allt líka eins er ég ekki eins hrikalega utan við mig þó það komi náttúrulega fyrir. Stóra skrefið var náttúrulega að viðurkenna að ég væri orðin þunglynd en það var ansi stórt skref að taka og að viðurkenna að ég þarf ekki að geta allt ein og óstudd það er allt í lagi að fá hjálp hef reyndar verið að seigja öðrum þetta en það virðist vera erfiðara að fara eftir því sjálfur.
Innvortis jólahreingerning............
4.12.2007 | 19:40
Rjúpnalaus helgi
26.11.2007 | 18:09
Ekki tókst mínum ágæta manni að draga björg í bú núna um helgina, laugardagurinn var nýttur í þrif vegna veðurs svo eldhúsið okkar er orðið glansandi hreint og fínt (bannað að elda fram að jólum) og á sunnudaginn flúðu blessaðar rjúpurnar eitthvert langt í burtu (voru allavega hvergi þar sem hann var) karlgarmurinn kom heim ískaldur og genginn upp að hnjám rjúpnalaus
Dagarnir í vinnunni hafa verið svolítið skrítnir ýmist er starfsfólk hálf bæklað og þess vegna heima eða í fríi kannski eins gott að minni bæklun var frestað fram yfir áramót þannig að hinar fá þá tíma til að jafna sig.. þegar ég kom úr fríinu kom vinur minn til mín með útbreiddan faðminn og sagði "ooooooo Anna mín ég elska þig svo mikið þú mátt aldrei fara aftur svona frá mér" ekki amalegt að eiga svona aðdáanda þó svo að hann sé hættur við að giftast mér hehehe. það fer að verða spurning hvort ég megi fara í aðgerðina eftir áramót þá þarf ég að yfirgefa kappann í 6 vikur.
Fríið búið ...............
19.11.2007 | 20:25
Jæja þá er fríið búið og fyrsti vinnudagur líka.
mikið svakalega var nú gott að koma heim þó svo að fríið hafi verið mjög ljúft. Hitinn var mildur 25-30 gráður og andvari af hafi, þetta gat varla verið notalegra ferðin fór aðallega í að gera ekki neitt fór einu sinni á ströndina og einu sinni í sundlaugargarðinn annars var tíminn notaður í að rölta um nágrennið kíkja á útiveitingahús borða góðan mat og hafa það náðugt í alla staði. Við fórum í eina skoðunarferð sem var bara fínt, við fórum upp á hæsta fjall eyjunnar sem heitir Teide og er 3,718 metrar y.s. við fórum ekki alveg upp á topp því til að komast þangað þarf að kaupa sér leyfi fyrir göngunni síðustu metrana en við fórum með kláfi upp í 3,550 metra þaðan var útsýnið magnað við sáum hálfa leið á heimsenda og hefðum sennilega séð alla leið ef ekki hefði verið fyrir mistur af Sahara eyðimörkinni þarna uppi var ekki nema 2 gráðu hiti svo það var eins gott að við tókum peysur með okkur.
set inn nokkrar myndir úr ferðinni og afmælinu hans Sigmars
Farin í frí
4.11.2007 | 23:15