kominn tími á smá blogg

já ég veit ég hef ekki verið dugleg að blogga mikið undanfarið, en það má nú lengi úr bæta. Allavega þá sit ég og bíð eftir einkunnum úr prófinu og verkefnunum er búin að fá úr öðru verkefninu í Þroska og hreyfingu og ekki var að spyrja að því við Lilja fengum sko 9,9 Grin við erum bara bestar saman en svo eigum við eftir að fá úr hinu verkefninu sem við gerðum líka saman þannig að það hlýtur að vera eitthvað mjög gott og svo samfélagsfræðin en ég á nú ekki von á að það verði nein 10 þar. Við tókum prófið heima á netinu og gátum farið yfir það á eftir og séð hvað var vitlaust, ég var nú ekki alveg sátt við hvað ég gerði margar vitleysur (4) því þetta var ekki þungt próf það kom bara í ljós að ég hafði ekki lesið nógu vel í vetur því það sem ég gerði vitlaust var algjört gisk útí loftið og í prófum á maður ekkert að vera að giska, heldur bara muna það sem búið er að lesa og þá er allrabest að vera búin að lesa bækurnar ekki bara stikla yfir, svo ef ég ætla ekki að verða svona fúl aftur yfir einkunnum þá er eins gott að haga sér eins og manneskja og lesa námsbækurnar. 

veðrið hér fyrir austan er búið að vera yndislegt,Cool sól og hiti enda er allur snjór að verða farinn úr bænum, helgin fór líka aðallega í að sitja úti með kaffið í sólinni og fara inn öðru hvoru og kæla sig Cool það er líka eins gott að njóta þess á meðan hægt er því auðvitað á að kólna um helgina og ekki lítur veðurspáin beint vel út fyrir minn elskulega og ferðafélaga hans um helgina, eitthvað var nú samt minni rigningaspá í gær en það verður að öllum líkindum kalt á Hvannadalshnjúki. Ég skal alveg viðurkenna að ég er frekar spæld að komast ekki með en hnjúkurinn er víst ekkert á förum þannig að ég hlít að komast þetta einhverntímann Smile  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband