Vorið að koma

Vorið er komið og grundirnar gróa.

Mikið eru nú dagarnir yndislegir þegar sólin skýn og vorilmurinn fyllir loftið, hitinn á þessum ágæta laugardegi er kominn í 12 gráður og ekki kvartar maður þegar hitinn verður svona mikill í mars :) Undarlegt (eða ekki) hvað maður fær mikla þörf fyrir hreingerningar (sérstaklega glugga) og moldarstúss þegar vorið fer að láta sjá sig, það er einhver sérstakur ilmur í loftinu sem ber með sér von um betri tíð með blóm í haga :) ekki það að tíðinn hafi verið slæm held að það sé varla hægt að kvarta undann þessum vetri nema þá helst að hann hefur ekki verið viss hvort hann á að vera eða ekki.

Í gærkveldi las ég 3ja ára gamalt blogg fráþví að við Sigmar Örn fórum í Nýraaðgerðina okkar, það var svolítið skrítið  að rifja þetta upp, ýmislegt sem ég var búinn að gleyma en varð ljóslifandi þegar bloggið var lesið og sérstaklega það sem ekki var skrifað um. Mér finst alltaf jafn stórkostlegt að það skuli vera hægt að gefa úr sér líffæri og lifa á eftir eðlilegu lífi en jafnframt að bjarga öðru lífi með þessari stórkostlegu gjöf. Ég man að ég var hálf miður mín yfir því að þegar ég væri búin að gefa Sigmari nýrað mitt þá gæti ég ekki gefið hinum drengjunum mínum nýra því það væri ekkert eftir til skiptanna ég var ekkert að spá hvort ég passaði eins vel við þá eins og Sigmar það var algjört aukaatriði, ég er mamman og þá passar þeta bara ;) svo var eins og ég gerði bara ráð fyrir því að þeir þyrftu á nýju nýra að halda, sem betur fer þá er það nú ekki svo ég veit ekki  betur en þeir séu við hestaheilsu báðir tveir og ekki í neinni þörf fyrir mín líffæri, en svona getur maður nú stundum hugsað furðulega. Eins velti ég mikið fyrir mér hvort Sigmar fengi kannski hluta af sálinni minni með nýranu vaknað upp með mínar minningar, í dag þykja mér þetta frekar fáránlegar pælingar en svona getur nú hugsunin farið af stað þegar aðstæðurnar eru öðruvísi en venjulega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband