Nýársgjöf stjórnvalda til nýrnasjúkra.
12.2.2009 | 17:29
Jæja enn eina ferðina blöskrar mér.
Ég var að fá fréttabréf frá félagi nýrnasjúkra sem er nú yfirleit bara ánægjuleg lesning en í þetta skiptið var þar grein sem bar stjórnvöldum ekki fallega söguna. En 1. janúar 2009 tók í gildi reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt reglugerðinni er gjaldtöku krafist af þeim sem þurfa á blóðskilun að halda en slíkt hefur ekki þekkst í þau 40 ár sem meðferð á lokastigsnýrnabilun hefur verið framkvæmd hér á landi. Ekkert af hinum Norðurlöndunum innheimtir gjald fyrir þessa lífsnauðsynlegu þjónustu. Þrátt fyrir stjórnaskipti hefur ekkert breyst. Búið er að senda þáverandi heilbrigðisráðherra áskorun um að fella gjaldið niður en ekkert gerðist þegar nýr ráðherra tók við voru komugjöld á sjúkrahús lögð af en það átti ekki við um dagdeildir eins og skilunardeildina, hvað ráðherra er að meina með þessu fæ ég ekki skilið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.