Nú er ég hneyksluð...

Ég þurfti að fara í apótekið í dag og ná mér í lyf,  sem er nú svosem ekkert merkilegt nema þegar mér er boðið samheitalyf í staðin fyrir það sem skrifað hafði verið uppá handa mér þá vildi ég vita hver verðmunurinn væri, var ekki alveg viss hvort ég ætti að taka þetta samheitalyf eða ekki, elskulegar konurnar í apótekinu flettu upp hinu lyfinu fyrir mig og sögðu mér að það munaði 8,000 já átta þúsund krónum á innkaupsverði á þessum tveimur lyfjum takk fyrir ég var nú ekki alveg tilbúinn að samþykkja þennan mikla mun og spurði " en hvað þarf ég að borga fyrir herlegheitin?" jú litlar 11,000 ellefu þúsund krónur rúmar fyrir 100 töflur takk fyrir pent liturinn fór víst eitthvað snökt úr andlitinu á mér og ég stamaði en en en ég borgaði ekki svona mikið síðast og hamaðist við að reyna að rifja upp hvað ég hafði borgað mikið á meðan ég ég ríghélt mér í afgreiðslu borðið, mundi það nú ekki alveg enda liðnir 8 mánuðir frá síðasta skammti. Ég skal bara fletta því upp fyrir þig sögðu þessar elskur, "Anna mín síðast þá borgaðir þú rétt rúmar fjögur þúsund krónur" mér er nú bara spurn ER ÞETTA HÆGT?  það munaði líka 8,000 kr á útsöluverði lyfjanna annarsvegar rúmar þrjúþúsund og hins vegar rúmar ellefu þúsund krónur. og hækkunin maður minn lifandi, ég veit að lyf eru ekki ókeypis en þetta er nú svolítið umfram það það er allavega nokkuð ljóst að fyrir hinn almenna verkamann hvað þá bótaþega (hvaða bætur sem það eru) hafa ekki efni á því að vera veikir. AAARGGG Ég næ ekki upp í nefið á mér þó stórt sé fyrir hneykslun. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilget ár og takk fyrir það gamla, fallega, yndislega kona, músssíssímúss.

Já sæll, það sem á okkur er lagt.  Ég er hneyksluð fyrir þín hönd.  Ég er búin að vera á lyfja síðna hnetan uppgvötvaðist og kvíði fyrir því þegar ég þarf að leysa út eftir hnetu, *hnúturímaga*

Jæja farin í Bónus,   luv y.

Lilja Björk (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

takk sömuleiðis granna mín :) sem betur fer þá ætlar samheitalyfið að virka jafn vel og það upprunalega og rándýra, það munar svolítið hvort maður borgar ellefu þúsund eða þrjú þúsund  fyrir sama skammt.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 4.1.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband