leiðindaveður og skrítnir draumar

Ekki er alltaf slæmt að fá vont veður þessa helgina t.d er búið að vera hreint skítaveður kalt og hvasst  í gær og slydda, rok og svo snjókoma í dag. Ég nýtti tímann í að lýta í námsbækurnar og ekki veitti nú af maður minn, á að skila prófi 1.nóv og átti eftir að lesa rúmlega 100 bls í siðfræði en þar sem veðrið var svo leiðinlegt hitaði ég mér bara kakó (gott við freknum ) settist inn og las og las og las og er að verða búin með prófið á bara eftir að fínisera það aðeins. Smile 

Í fyrrinótt var brjálað að gera hjá mér mig dreymdi svo mikið, ég var að bjarga afkomendum Rússnesku keisarafjölskyldunnar frá einhverjum hryðjuverkahópi sem slátraði heilu þorpi til að komast að krökkunum en þau komust undan svo þurfti að bjarga Dönsku konungsfjölskyldunni sem var haldið leyndri í kjallara en á efri hæðinni bjó fjölskylda sem þóttist vera konungsfjölskyldan sú ekta komst undan á flótta en þau áttu töfraolíu sem þau báru á sig og þá gat ekkert komið fyrir þau konungsfjölskyldan átti nokkrar hallir og þær voru allar alveg snjóhvítar og sléttar eiginlega eins og turnar. Ég var alveg dauðþreytt þegar ég vaknaði það var sko brjálaður hasar í báðum draumum. Vonandi sef ég bara draumlaust í nótt.Woundering 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Inga Ingimarsdóttir

Hæ ,Hæ mín kæra. Var ansi lengi að fatta nafnið þitt , svo kom það  "auðvitað" þetta er hún Anna í sundinu . Knús á þig inn í nóttina.

Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 26.10.2008 kl. 23:20

2 identicon

Blessuð og sæl.

Hef ekki séð þig í ár og aldir kona!

Greinilega alltaf sama lognmollan í kringum þig haha

Bestu kveðjur úr Kópavogi,

Hulda Signý (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

sælar báðar tvær já hjá mér er lífið alltof rólegt þessa daganna svo ég verð að bæta það upp með hresilegum draumum hehehehehe  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:43

4 identicon

Úff ég varð þreytt við að lesa þetta.

Billa (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband