Hamingjubrauð

Í allri krísunni sem við erum núna ætla ég að færa ykkur uppskrift af hamingjubrauði en það er svo gott að það er ekki annað hægt en að brosa og vera glaður eftir bakstur og át á dásemdinni

6-7 bollar heilhveiti

2 bollar sólblómafræ

1 bolli sesamfræ

1/4 bolli hörfræ

2 tsk matarsódi

5 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

2 msk hrásykur eða hunang leyst upp í 1 bolla af sjóðandi vatni (ég nota hunangið)

1-1/2 bolli rúsínur

4 bollar mjólk eða mjólk og vatn til helminga

allt sett í skál og hrært lauslega saman sett í 2 form og bakað í 1 klst við 200°c

ég nota þau fræ sem ég á hef líka notað möndlur ( mjög gott) og múslí þetta brauð geymist mjög vel verði ykkur að góðu. Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir.

Ætla að skella í svona brauð á morgun.

Góða helgi.

Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

held að það sé góð byrjun á helginni að skella í eitt hamingjubrauð  njóttu bæði helgarinnar og brauðsins

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 11.10.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kannki maður prófi þetta. Lítur asskoti vel út.

Jón Halldór Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 22:56

4 identicon

Líst líka svona vel á þetta brauð, ætla að baka með súpunni á fimmtudaginn. Takk fyrir seinast og ég vona að við hittumst sem fyrst aftur. Alltaf svo gaman að hitta skemmtilegt fólk.

Inga (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Takk sömuleiðis Inga mín vonandi skemmtu allir sér vel á ballettsýningu prinsessunnar   

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband