er sumarfríið virkilega búið !!!!!

jæja þá er sumarfríið að verða búið og alvaran að taka við vinna hefst á mánudaginn svo það er eins gott að fara að undirbúa sig undir það Wink  það er svosem búið að vera nóg að gera hjá mér, fara til útlanda, koma heim og flytja græja húsið og koma öllu fyrir setja upp gardínur ljós og myndir, taka á móti gestum vera með yndislegt systramót og fara svo norður á Dalvík og halda fiskidagshátíð, elda súpu fyrir 300 manns og liggja svo aðeins í leti þess á milli. en fiskidagshelgin heppnaðist mjög vel í fyrsta skipti var mamma með súpu á föstudeginum og var mjög skemmtilegt það fór allur föstudagurinn í undirbúning og eldun,  eitthvað sem okkur stúlkunum í þessari fjölskylddu leiðist ekkert svakalega mikið. Röðin sem myndaðist eftir súpunni dýrðlegu teigði sig langt upp eftir Mímisveginum og gott ef hún náði ekki langleiðina að skíðaskálanum heheheheGrin  næst verðum við með risa tröllapott svo ef þið vitið ekki hvað á að gera á næsta ári þá er það ekki spurning Fiskidagurinn á Dalvík og súpa á föstudeginum hjá mömmu Smile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ takk fyrir síðast (besta súpan í bænum )kveðja Ninna

Ninna (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:02

2 identicon

Hlakka til að sjá þig á mánudaginn. Knús Kolla sem hefur ekki séð þig í sumarfíinu.

Kolla (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:07

3 identicon

Hæ snúll, ég segji eins og Kolla hef barasta ekkert séð af yður.  Þú mætir í Norðugötuna á morgun, bleikust og sætust eins og alltaf og ekki verra ef að þú átt e-h skrauterí og kemur og skreytir með okkur á morgun klukkan 11 aðstaðartíma.

Knús í næstu götu, xxxxxx

Lilja granni. (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

takk fyrir síðast Ninna mín verst að hitta þig svona lítið  en við bætum nú úr því síðar  Hverjar eru í besta hverfinu hehehehehe nema við bleikustu konurnar  gátum sko ekki fengið betri lit held ég hér er sko leitað í öllum kössum að einhverju bleiku og öllu verður til tjaldað. Hallgrímur og Ársæll veðra bleikir frá hvirfli til ilja hehehehe þetta verður bara æðislegt hjá okkur. Hlakka til að sjá ykkur allar, Kolla mín vonandi sjáumst við á morgun þó við séum ekki í sama hverfi

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband