Flutningar og fleira

Er byrjuð að flytja Smile við fórum nokkrar ferðir í dag með kassa og smádót og komum fyrir í nýja húsinu okkar, samt sést ekki mikið hér heima nema ef litið er inn í skápa, þannig að það er þó hægt að gera skápana hreina. Þetta verða frekar skrítnir flutningar við fáum húsið afhent 1. Júlí en erum að fara til Tyrklands 30. Júní hjónin sem eru í húsinu okkar eru reyndar búinn að tæma eitt herbergi svo við getum komið dótinu okkar fyrir þar og byrjuðum í dag að ferja á milli. Stóra dótið verður reyndar að bíða þar til við komum aftur, þau eru reyndar í óskemmtilegri stöðu, fá sína íbúð vonandi 1. Júlí og hún er alveg komin að því að eiga svo þau þurfa að standa í flutningum með glænýtt barn, ég öfunda þau ekki af því.

Í kvöld er sólstöðuganga hjá gönguklúbbnum og á að ganga frá Fjarðarseli upp með fossunum að neðri Stöfum þangað verðum við svo sótt og ferjuð niður að golfskála og gengið þaðan að Firði, eftir gönguna verður farið í Skaftfell til Jóhannesar og borðuð kjötsúpa mmmmmmmm Smile þessi ganga verður farinn til heiðurs litla afmælisbarninu í fjölskyldunni  sem elskar gönguferðir af öllu tagi heheheheheheheheheheheGrin Grin Grin til hamingju með daginn Ársæll minn Kissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

takk fyrir það Helga mín  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 22.6.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Helgan

til hamingju með húsið og flutingana gaman þegar þið verðið búin að koma ykkur fyrir ekki myndi ég vilja standa í flutningum með nýfætt barn úff

 góða skemmtun í göngu já er hann mikið fyrir göngur hehe

kveðjur frá Selfossi

Helgan, 25.6.2008 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband