Góð helgi
2.6.2008 | 22:19
Jæja þá er árgangamótinu lokið og mikið svakalega var þetta skemmtilegt. Við hittumst á föstudagskvöldið á Múlaveginum heima hjá foreldrum Ingu Jónu ekki vorum við mjög mörg sem mættum en það gerði ekkert til, kannski náðum við bara betur saman en það var alveg ótrúlegt hvað við vorum eitthvað óþvinguð og sumir höfðu ekki hist í mörg ár, ég hafði ekki hitt helminginn í 32 ár og ég get sagt ykkur að þau hafa ekkert breyst í útliti allavega og öll voru þau alveg yndisleg.Rifjaðar voru upp misskemmtilegar sögur úr skólanum og mikið var hlegið ömmur og afinn í hópnum voru mikið öfunduð af okkur hinum sem ekki hafa enn náð þessari stöðu eftirmikið spjall og mikinn hlátur var haldið á hótel Ölduna þar varð okkur svo kalt í góða veðrinu á því að sitja úti að við fluttum okkur yfir á Láruna þar var spjallað, hlegið,drukkið og dansað missnemma á laugardagsmorgun fór fólk að tínast heim. Þegar ég kom heim átti ég töluvert eftir af talkvótanum mínum og held að ég hafi sofnað í miðri setningu tveimur tímum síðar. Á laugardaginn var dagskrá á bryggjunni kíkti aðeins en þar sem ég er ekki almennilega vatnsheld og það var farið að rigna fór ég fljótlega heim. Hópurinn hittist svo hjá Unni Óskars um fjögur leitið og stormaði þaðan út að Hádegisá til að gróðursetja einar 40 birkiplöntur. Við vorum alveg hrikalega fagmannleg í gróðursetningunni og bíðum spennt eftir að hittast aftur í skóginum sem við gróðursettum.hehehe um kvöldið var svo matur og ball í Herðubreið sem var mjög vel heppnað í alla staði, ég vona að næst þegar við hittumst þá mæti fleiri en núna því þetta var svo gaman, væri til í að hitta hópinn á hverju ári hér eftir og jafnvel oftar. Ég tók eitthvað af myndum og set þær fljótlega inn það er eitthvað smá tæknibras í gangi.
Aðrar fréttir eru að við erum sennilega búin að fá varanlegt húsnæði en ég segi betur frá því þegar það er allt orðið öruggt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
stuð á minni
áttir þú eitthvað eftir af talkvótanum hehehehehehe góður
flott að hittast 2svar bara stuð
skjálftakveðjur frá Selfossi
Helgan, 3.6.2008 kl. 14:33
úpps setti inn athugasemd við bloggið "ekki er öll vitleysan eins" en auðvitað átti hún að koma hér, humm bara ég Kv, Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:39
Hehehehe já Helga ég fékk aukatalkvóta og ætlaði ekki að geta klárað hann hehehe
Takk fyrir síðast Guðrún held að brosið fari ekkert á næstunni eftir yndislega helgi, er að setja fleiri myndir inn það er ægilegt bras á mér með þær en þetta er að hafast.
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 3.6.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.