Í sól og sumaryl
26.5.2008 | 20:33
Dásamleg helgi liðinn og hversdagurinn tekinn við með sól og sumarhita á föstudagskvöldið fórum við nokkrar leikskólakonur út að borða og fengum fatavals leiðbeiningar hjá stílistanum okkar henni Ingu, það er sko alveg nauðsynlegt fyrir hvern vinnustað að hafa allavega einn stílista svona fyrir heildarlúkkið við borðuðum alveg hrikalega gott kjúklingasalat á Öldunni og þegar við vorum búnar að borða hurfum við ein af annarri upp á efri hæð til Ingu þar sem hún líkamstýpu greindi okkur og gaf okkur ýmis góð ráð hvernig við getum gert okkur sem æðislegastar með réttu fatavali. Á laugardaginn opnaði svo Eygló fataverslunina Prýði og þangað flykktust leikskólakonur að ná sér í nýjar flíkur og nýta sér góð ráð stílistans með fullann poka af dásemdum var haldið heim og í nýju nýju fötin, búið var að bjóða í stútendaveislu svo það var um að gera að sýna sig fíneríinu. Við enduðum svo kvöldið á júróvisjon-blakloka partýi í íþróttahúsinu( búin að setja inn myndir) þar sem þemað var bleikt svona til að vera í stíl við eurobandið mín kom með bleikt nagglalakk , ekki voru það margar neglur sem sluppu, og ein og ein tánögl fékk fagurbleikan lit. Skemmtum okkur konunglega þó svo að okkar fólk kæmist ekki nema í 14. sæti, blakarar ársins voru kosnir og öllum að óvörum voru Kolla og Óli bæjó hlutskörpust, til lukku með það bæði tvö
Ég er búin að fá út úr prófunum loksins og fékk 9.0 í hreyfingu og þroska og 8.0 í félagsfræði er svona sæmilega sátt við það en hefði nú kosið að fá 10.0 í þroska og hreyfingu en þar sem ég gat ekki mætt í nema einn tíma vegna aðgerðarinnar var ég lækkuð um 1.0 svo vil ég fá að vita hvað ég fékk fyrir síðasta verkefnið mitt ekki bara heildareinkunn og líka hvað ég fékk fyrir skrifuðu spurningarnar á prófinu ekki bara krossaprófið. Allavega er nokkuð ljóst að ég verð að standa mig betur í haust, er allavega ekki sátt við áttuna, veit alveg að ég get gert betur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
snilld að hafa stílista kannski maður ætti að leggja það fyrir sig hehe þá væru margir í bleiku hehe ánægð með bleika þemað btw ég er að skipuleggja Bekkjarmót og ég stakk auðvitað uppá bleiku þema hehe en það var sumarþema það er að segja, bleikt auðvitað, gult, grænt og svona gaman gaman fínar einkunnir hjá þér kona alltaf gott að vilja gera betur
Helgan, 27.5.2008 kl. 12:26
Sannkölluð Euro tísku blak helgi á Seyðis!
Jón Halldór Guðmundsson, 27.5.2008 kl. 23:56
hehe já hér erum við bleikust og best og Hlga endilega drífa sig í stílistann þú verður fín í því
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 28.5.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.