!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Nú fer óðum að styttast í að árgangurinn minn hér á Seyðis ætli að hittast, en það hefur skapast um það hefð hér að á sjómannadaginn eru ágangamót. Þau eru eðlilega misfjölmenn því bæði er fólk misduglegt að mæta svo hafa nú ekki allir árgangar hér verið stórir. Mér skilst að í ár gæti orðið mannmargt því það eru óvenjumargir árgangar sem ætla að hittast og er það bara vel. Í mínum árgangi erum við sennilega 7 búsett á staðnum aðrir væntanlega dreifðir um stór Reykjavíkursvæðið. Held að við höfum verið í kring um 20-25 ca man það þó ekki alveg.

Í gær hringdi svo bróðursonur minn hann Andri í mig og bauð mér í útskriftarveisluna sína ég fór strax að plana ferð suður og hlakkaði mikið til en auðvitað var þetta ekki svo auðvelt að bara væri hægt að panta ferð og pakka niður nei ekki þegar hún ég á í hlut takk fyrir, útskriftin og  árgangamótið er nefnilega sama dag, og auðvitað vill ég vera á báðum stöðum en ekki hvað. Eitthvað verð ég að hugsa þetta, hvað ég á að velja.

Í húsamálum er ekkert að frétta við gerðum tilboð í hús en fengum ekki, svo fréttum við af góðu húsi sem væri að fara á sölu en þegar betur var að gáð reyndist það ekki rétt vera svo við erum enn að leita, framboðið hér er ekkert sérlega mikið eða spennandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessi húsnæðismál hér eru ekki alveg nógu góð.  Framboðið er ekki nægilega mikið.

Síðan eru þessar íbúðir sem íbíðalánasjoður er nýbúinn að eignast, þær eru ekki komnar út á markaðinn ennþá. Kannski kemst jafnvægi á þetta með haustinu? 

Jón Halldór Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Spurning hvort að einhver bjartsýnn verktaki getur ekki farið að byggja hér í gríð og erg fyrir okkur heimilislausa fólkið.  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 23.5.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband