Spennufall

já það er ekki laust við að í augnablikinu sé spennufall i gangi ég var nefnilega að klára félagsfræðiprófið rétt áðan. Var búin að kvíða því helling að tölvugersemin tæki nú upp á því að slökkva á sér í miðju prófi og allt ónýtt sem ég væri búin að gera, hún hefur nefnilega tekið upp á þessum líka "skemmtilega" ósið blessunin, hún fraus einu sinni og slökkti á sér einu sinni í gærkveldi þegar ég var að hamast við að fara yfir og prenta út glósur og annað efni sem ég ætlaði að nota í morgun. Til allrar lukku var tölvan til friðs og blaðabunkinn útprentaði liggur nánast óhreifður á borðinu Smile   Held ég fari og fái mér jarðarber og melónu og síðan í smá göngu í rigningunni. ég fór í sund í morgun kl 6 mmmmmmm það var svo gott en held ég þurfi að fara út og ná úr mér spennunni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

ég er í leikskólaliða í fjarnámi og tek þessu frekar rólega svo riðlaðist allt útaf aðgerðinni sem átti fyrst að vera í nóv en var svo frestað, var t.d bara í 2 fögum í vor en þetta er svosem nóg með fullri vinnu karli og ketti  hér snjóaði kl 6 í morgun en það er nú löngu búið og bara rigning núna eigðu notalega helgi ég ætla að fara og sjá Seyðfirskt leikrit í kvöld, hlakka mikið til  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 9.5.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband