Góðir og ekki svo góðir dagar..
2.5.2008 | 12:28
Suma daga er eins maður sé í uppáhaldi hjá lífinu, stanslaust sólskin
líka í rigningunni en svo koma svona dagar eins og undanfarnir dagar hjá mér. Miðvikudagurinn röð af óheppni ,klaufaskap og mistökum. Nú jæja ekki er hægt að vera endalaust að ergjast yfir því, svo í gær ákvað ég nú að rífa mig upp og þrífa bílinn enda veitti ekki af, hann var vægast sagt orðin skammarlega sítugur. ojoj og sveiattan. mín drífur sig í skítagallann týnir hreinsigræjur í poka og hendist af stað á næsta bílaplan, það er ekki að sökum að spyrja eftir allskonar sprey og nudd og skol og þvott var eðalvagninn orðinn glæsilegur að nýju
svo ég gat með stolti farið einn rúnt um bæinn á hreina fína bílnum mínum. En svo fór nú að líða á daginn og bóndinn hringdi að vestan, ekki vorum við búin að tala saman lengi þegar hann hætti að heyra í mér ég heyrði skýrt og greinilega í honum en mín fagra rödd bara týndist í tóminu svo samtalið var sjálfhætt, þegar ég fór að skoða símann þá var hann nú frekar blautur og ekki var lyktin góð nei síminn minn angaði af tjöruhreinsi
hmmmm hvernig gat það nú gest, viðgerðarmaðurinn kom náttúrulega upp í minni og fór ég að skoða hann betur og rífa svo í sundur símann sem var á floti, svo ég þurrkaði og þurrkaði og þurrkaði en allt kom fyrir ekki , það virkar allt í símanum nema röddin mín hún er týnd, þannig að ef einhver er í þörf þá er núna tækifærið, það er hægt að hringja í mig og tala og tala án þess að eiga það á hættu að ég grípi frammí eða sé með eitthvert leiðinda gjamm
Kannski er þetta dulin blessun eða einhver skilaboð til mín að fara nú að loka á mér munninum og leifa öðrum að komast að hmmmmmmmm
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.