GLEÐILEGT SUMAR
25.4.2008 | 11:17
Hér tók sumarið á móti okkur með þoku og það niður í fjöru ekki sást glitta í Bjólfinn fyrr en um hádegi en þá fór nú líka að birta all verulega og sú gula lét meira að seigja sjá sig. Kirkjukórinn hélt skemmtun í Herðubreið í tilefni sumarkomunnar og dreif ég mig þangað. Það var gaman að sjá hvað það mættu margir og endalaust var verið að bera inn fleiri borð og stóla fyrir mannfjöldann. Skemmtunin var hin ágætasta kórinn söng nokkur lög svo komu nú börnin á leikskólanum og sungu við gítar undirleik Gullu, þau voru yndisleg þessar elskur og stóðu sig mjög vel, nokkrir af yngri nemendum tónlistarskólans spiluðu á hljóðfærin sín, Cesil hélt smá tölu um sumardaginn fyrsta og skólahljómsveitin spilaði og Alla stjórnaði fjöldasöng svo sáu stelpurnar á hótelinu um að enginn færi svangur heim því auðvitað var hægt að fá kaffi og kökur. Góð byrjun á góðu sumri
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ég er ekki fædd hér, kom hingað 2ja ára fór héðan 1977 og flutti til Njarðvíkur 1983 ég á 3 stráka fædda 1982-1987 og 1989 er að velta því fyrir mér hvort þú hafir verið að vinna á leikskólanum í Njarðvík og verið með einhvern af strákunum mínum. Sigmar var á leikskólanum í innri -Njarðvík en Ársæll Helgi og Þorvaldur voru í ytri Njarðvík. Ég þekki þig frá Njarðvík ekki Seyðisfirði en veit hins vegar hverra manna þú ert og hver systkini þín eru.
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 26.4.2008 kl. 15:56
Ég spjallaði aðeins við hann Sigga bróðir þinn í gærkveldi og komst að lausn gátunnar held ég, en áður en þú fórst á spítalann varstu í grunnskólanum og þaðan kannast ég við þig
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 27.4.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.