komin heim í heiðardalinn
8.4.2008 | 17:19
Ferðalagið gekk vel austur, svona næstum sumarfæri nema auðvitað Fjarðarheiðin góða þar var snjór, snjór og meiri snjór sá allra mesti sem ég hef séð í allan vetur göngin voru kannski ekki 3 metrar en há voru þau og stikurnar komnar með framlengingu svo sæist í þær.
Ég fór í heimsón á leiksólann og hitti næstum öll börnin mín þar, einhver voru vei og önnur í fríi eins og gengur og gerist. Fljótlega var mér boðið að koma til læknisins upp á loft, þar var ég lögð á dýnu og mikill fjöldi lækna dreif að. Þar þurfti að athuga andardráttinn,skoða beinin, kíkja í eyrun, þurrka ennið og handarbakið, flestir læknarnir þurftu að sprauta mig og ekki alltaf varlega þegar öllum sprautum var lokið fékk ég fatla,krem á kinnarnar og hárið greitt, að lokum fékk ég svo gullarmband í verðlaun fyrir að vera dugleg og stillt. mæli algjörlega með læknastofu Sólvalla hehehehe.
Í dag tókst mér loksins loksins að klára verkefnið sem ég átti að skila á meðan ég var á spítalanum það var mikill léttir, lenti reyndar í basli með að finna verkefnið þegar ég var búin með það, mér tókst einhvernvegin að týna því í tölvunni og átti í mesta basli með að finna það aftur en þar sem ég er pínulítið þver þá hætti ég ekki fyrr en verkefnið var fundið og komið á sinn stað, þ.e til kennarans.
Nú eru bara 3 verkefni eftir svo ekki mikil hætta á að mér leiðist í fríinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir heimsóknina mín kæra. Það er ekki á hverjum degi sem svona margir gullmolar detta inn´til mín og liggur ekki lífið á að fara aftur. Þínir drengir þurfa að fá smá kennslu í lasagne áti þar sem kjötið er ekki í aðalhlutverki.
Ég er að reyna að betrumbæta mig í slúðrinu en það gengur fjári seint. Verð að fara að koma mér upp smá áhuga á þessarri grein. Hver veit nema mér hafi farið fram næst þegar þú kemur. Gangi þér vel með námið. Mamma
asta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.