komin norður yfir heiðar
3.4.2008 | 18:37
og alla leið til Dallas citty, ekki var nú vetrarfærðin að þvælast fyrir okkur því það var autt nær alla leið, smá snjór efst á öxnadalsheiðinni annars autt. Veðrið var fallegt og ekki mikil umferð. Pabbi tók á móti okkur með faðminn opinn á tröppunum sem eru hálfar komnar upp úr snjónum
mamma auðvitað í eldhúsinu að töfra fram góðgæti handa svöngum ferðalöngum. Komið var við á Akureyri og bræðurnir sóttir, þeir komu með til ömmu og afa borðuðu ömmulasanja og gistu. Við mamma sátum heilengi að spjölluðum, ég þurfti sko að fá uppdeit á lífinu í Dallas hehe
verst hvað mamma er hrikalega illa að sér í öllu slúðri, þegar hún ætlar nú aldeilis að segja mér fréttir þá er það eitthvað sem gerðist ári áður en ég flutti hehehehe
æ hún er svo yndisleg.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.