Í helgarlok

Helgin búin og allt hefur gengið vel, nema ég er búin að fara ferlega slöpp maginn er á hvolfi Sick og sviminn að gera mig bilaða það suðar í hausnum á mér eins og þar sé býfluga á flippi. Það er eins gott að ég fari að lagast svo ég geti keyrt heim því ég keyri ekki svona Crying  en þetta hlýtur að fara að koma, ég skána allavega aðeins á hverjum degi þó það gerist hægt. Fór í afmæli til Svandísar í dag og það var frekar skrítið að vera í afmæli og hafa ekki lyst á neinu ekki einu sinni kaffi Frown  en annars var afmælið fínt og gaman að hitta Einar og fjölskyldu Smile  sigmar hefur það fínt er búinn að vera hress síðan hann kom af spítalanum, fær fínar skoðanir og læknarnir eru almennt sáttir við hann.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku Englabossa

Vonandi ferðu nú að hressast og komast heim....

Er búin að fylgjast vel með þér þó úr fjarlægð sé... en ég mundi bara allt í einu eftir síðunni þinni og varð að kíkja á þig

Sakna ég þín feiknabýsnahrikagantagríðarlega 

Knús frá mér.... Helena

Helena Lind Birgisdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

takk takk  ég er öll að koma til farin að borða án þess að öllu sé skilað aftur jessss svo ég er farin að undirbúa landshlutflutninginn mikla sem verður tekinn í áföngum, byrja á að fara norður og færi mig svo austur yfir landið þegar snjórinn fer að minnka og heiðin verður fær hehehe  ef Sigmar má fara í flugvél förum við sennilega norður á miðvikudag og hann flýgur svo suður á sunnud. og ég kem heim  þetta er planið í dag svo verður að koma í ljós hvort það breytist. Hlakka til að sjá ykkur öll dúllurnar mínar knús og kossar

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband