páskafréttir
26.3.2008 | 15:10
Ætli það sé ekki kominn tími til að koma með smá fréttir. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru allir þokkalega brattir, páskarnir búnir með sínu hefðbundna áti og ofáti bæði á páskaeggjum og mat, málshættir sem komu úr eggjunum pössuðu ótrúlega vel við alla, eins og sá sem kom úr egginu sem var keypt og borðað fyrir páska og átti ekki að komast upp en mamman er ótrúlega laginn við að þefa svona svindl uppi. En allavega þá var málshátturinn "betri er bið en bráðræði" hehehe eigandinn reyndi mikið að snúa útúr merkingunni en fékk ekki miklar undirtektir nema "æ æ greyið komst upp um þig hehehe" Úlli á að huga betur að andlegum málefnum og muna að konan hans endis betur en páskaegg, mín þolinnmóða Hafdís fékk "dropinn holar harðann stein" og ég skil ekki af hverju ég fékk "sá brennir sig á endanum sem öll soð vill smakka"
Hallgrímur dreif sig suður fyrir páskana og verð ég að seigja að það var alveg yndislegt að fá hann, var farinn að sakna hans svolítið mikið við fengum að passa köttinn hennar Svanborgar á meðan hún skrapp norður og vorum í íbúðinni hennar á meðan. Fyrstu nóttina hrindi Sigmar og bað mig að fara með sig á spítalann, hann var búinn að æla eins og múkki í 4 tíma og farinn að bæði pissa og æla blóði, ég brunaði í hafnarfjörð til að sækja drenginn og þakkaði mínu sæla fyrir að engar löggur voru á minni leið því hvorki var keyrt hægt eða varlega, var reyndar að spá í að keyra yfir strákbjána sem gerðu ekkert annað en þvælast viljandi fyrir mér og þóttust heldur góðir fyrir vikið. Í Hafnarfjörð komst ég klakklaust og inn á lansa líka, þar fékk drengur sama herbergi á bráðamóttökunni og síðast, blóðprufur voru teknar hjartalínurit og blóðþrýstingur mældur og hann skoðaður hátt og lágt, þvag,ælu og saursýni voru tekinn og allt rannsakað. Eftir allar rannsóknirnar kom í ljós að hann var með brisbólgur vegna lyfja sem hann var svo tekinn af og öll lyfin endurskoðuð. Við komumst að því að hann þolir ekki hátíðir, ekki fóru jólin beint eins og áætlað var og nú komu páskar og hann inni á spítala fastandi. Á páskadag fékk ég að fara með hann heim í nokkra klukkutíma öllum til gleði hann var farinn að borða venjulegan mat svo páskalærið rann ljúffenglega niður enda hún Hafdís snilldar kokkur. Hann fékk svo að koma alveg heim á annan í páskum. Hallgrímur flaug svo heim í gær en ég ætla að vera nokkra daga í viðbót og sjá hvernig Sigmari gengur, mér finnst ég ekki geta farið frá honum alveg strax.
.Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Blessuð og sæl Anna
Vorum að frétta af síðunni þinni í gærkveldi á stuðningsfundi Tengslahóps nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra á Akureyri. Við sem sagt búum á Akureyri og maðurinn minn, Magnús, fékk nýra í apríl fyrir tæpu ári síðan. Þá hafði hann verið í kviðskilun í 14 mánuði. Það gengur allt vel hjá honum og okkur finnst eins við höfum öðlast nýtt líf, eftir nokkuð erfiðan tíma.
Afskaplega þarf drengurinn þinn að ganga í gegnum erfið veikindi. Mikið óskum við þess að úr fari að rætast hjá ykkur og Sigmari fari að batna. Vonandi sjáið þið fyrir endan á þessum veikindum.
Óskum ykkur alls hins besta.
Sibba og Maggi (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:12
Hæ Hæ
Hvenær kemur þú til mín aftur elsku Anna mín ég sakna þín svo mikið að ég fer bráðum að æla, komdu til mín af því ég elska þig svo mikið og svo eru bara tvær kærustur heima, þær Inga og Gulla. Ástarkveðjur þinn Filippus
Þar hefur þú það thí hí hí..... ég spurði Filippus hvort hann vildi skrifa þér bréf og hann var ekki í vandræðum með það hvað hann ætlaði að skrifa, þetta kom bara í einni bunu og ég átti fullt í fangi með að skrifa niður það sem hann sagði. En ert þú ekki bara hress sjálf, leiðinlegt að heyra hvað þetta er erfitt hjá Sigmari en vonandi fer þetta allt að lagast. Ertu búin að kíkja eitthvað á námið ? Ég held að hún Ásdís ætli að kæfa okkur með þessu námi hjá sér en þetta hefst einhvernveginn, jæja sjáumst vonandi fljótlega
kærar kveðjur frá tilvonandi tengdamömmu thí hí
Lilja og Pusi (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:16
Elsku Filippus minn núna fer ég alveg að koma heim vonandi fyrir næstu helgi ég er búin að vera frekar slöpp þessa vikuna held að mig vanti bara Seyðfirska loftið hehe og sjá kærastann minn og Pusi minn ekki fara að æla það er svo ferleg vont. Kæra tendamóðir ég kíki öðru hvoru á námið en kem engu í verk og ég er sammála með hana Ásdísi held að hún sé ekki alveg að ná því að þetta er bara 2ja eininga áfangi hún lét líka svona síðast þegar ég var hjá henni þannig að það er eins gott að fara að koma sér heim og gera eitthvað af viti bið að heilsa öllum á Sólvöllum.
Sibba og Maggi takk fyrir góðar kveðjur. í dag er Sigmar bara hress og allt gengur vel. Síðan hann kom síðast af spítalanum hefur hann bara fengið góðar skoðanir og læknarnir ánægðir með hann, hann lítur miklu betur út og hárið sem var farið að þynnast er bæði að þykkna og dökkna við bíðum bara eftir því að það fari að krullast líka við horfum bara björtum augum á framtíðina og vonum að allt fari nú að ganga vel
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.