laugardagur til lukku og sunnudagur til sælu ????????????????
17.3.2008 | 01:24
Ekki er hægt að ætlast til að allt í einu fari hlutirnir að ganga bara smurt fyrir sig,nei nei svoleiðis gerist ekki. Í gær fór Sigmar á bráðamóttökuna í blóðprufu hann byrjaði aftur á Daren sem er blóþrýstingslyf og læknarnir vildu vita hvernig það kæmi út með öllum kokteilnum sem hann er á. Eftir klukkutíma bið á bráðamóttökunni kom loks einhver og dró úr honum blóð og við gátum farið heim. ekki höfðum við verið lengi heima þegar hringt var í mig til að kalla Sigmar inn í aðra blóðprufu og hann yrði að koma með sjúkrabíl ég máti ekki keyra hann. Ekki var þetta nú til að kæta minn mann
en á spítalann fór hann í sjúkrabílnum og ég á fínu drossíunni
á eftir, þegar á Lansann var komið fengum við að vita að Kalíum magnið í blóðinu væri allt of hátt og það þyrfti að ná því niður, allt í lagi, hann fékk einhvern ógeðsdrykk og var tekinn af Dareninu þar sem það eykur Kalíum magnið í blóðinu, það voru teknar blóðprufur og það þurfti að bíða og það þurfti að bíða aðeins meir Kalíumið lækkaði en ekki nóg svo hækkaði auðvitað blóðþrýstingurinn hjá honum og enn þurfti að bíða og aðrar blóðprufur voru teknar. Ekki get ég sagt að mínum manni hafi liðið vel þarna inni, svona rétt við það að verða sjúklega sýklahræddur, þar sem það er honum lífsnauðsynlegt að fara varlega og forðast veikt fólk vildi hann ekki vera þarna innan um alla sjúklingana,
ekki eru heldur veggirnir þeir allra hreinustu sem ég hef séð , málningin farinn að flagna og slettur upp á vegg sem honum þótti vera eins og einhver hefði ekki komist á klósett og látið bara vaða á vegginn. Sennilega hefur þetta verið öllu saklausara, gosdrykkur,kaffi eða eitthvað álíka. Þannig að þegar það var svo tilkynnt að hann ætti að vera yfir nóttina svo hægt væri að fylgjast betur með honum og að auki var kalíumið ekki komið niður fyrir 5 (sem er hámark) mátti ekki miklu muna að minn maður sleppti sér gjörsamlega og þurfti hann á öllu sínu að halda og meiru til, til að halda örlítilli ró, þegar grimmi læknirinn flýtti blóðprufum og lofaði að gá hvort hún gæti ekki fengið herbergi fyrir hann róaðist hann nú aðeins og samþykkti að vera yfir nótt enda fengi hann að fara heim snemma daginn eftir (sunnudag) Upp rann nú sunnudagur ég fékk mér morgunmat í rólegheitunum heima fór í sturtu og kom mér svo inneftir að sækja piltinn, eitthvað þurfti nú að bíða kalíumið var enn hátt og blóðþrýstingurinn hafði ekkert lækkað ákveðið var að hann fengi þvagræsilyf og eitthvað annað til að hjálpa líkamanum við að losa sig við kalíumið fyrst fékk hann töflu og fljótlega þurfti hann að pissa ,það var ekki alveg hreint örlítið blóð hafði komið líka þannig að ákveðið var að aka prufu næst sem var og gert, alltaf varð þvagið rauðara og rauðara þannig að Sigmar hringdi í Margréti nýrnalækni dauðhræddum um að eitthvað mjög alvarlegt væri að gerast, sem betur fer gat hún róað hann og sagt honum að eftir svona aðgerð (nýraígræðslu) væri þetta bar algengt og ekkert hættulegt enda minnkaði blóðmagnið smám saman. Um 16.30 fékk ég eftir talsverða samninga og hátíðleg loforð um að skila brosandi manni fékk hann að fara heim í sturtu og skipta um föt, enda hafði hann svitnað skelfilega og geðheilsan í mikilli hættu, hann sá fyrir sér sinn vanalega feril, koma inn á bráðadeild og enda í nokkra mánuði uppá 13e. við drifum okkur í Hafnarfjörðinn til Hafdísar þegar læknirinn góði gaf grænt ljós, Sigmar fór í langa sturtu og við borðuðum helling af nýbökuðum pönnukökum, mikið hryllilega var þetta nú gott og tveimur tímum síðar héldum við aftur á Landspítalann´, blóðprufur voru teknar og við tók bið eftir niðurstöðum um kl 21.15 kom læknirinn inn (ég held að hún hafi ekkert farið heim frá því á laugardaginn) og sagði okkur að koma okkur heim
á þessari stundu fór hún úr því að vera vondi læknirinn í að vera sú besta á staðnum
heima beið okkar uppáhaldið mitt "kjúklingur með 7 tegundum grænmetis og rúsínulauksósu" nammi namm
þetta var himnesk heimkoma.
Í fyrramálið verður svo venjubundinn skoðun og þá kemur í ljós hvað á að gera varðandi blóðþrýstinginn en í nótt sefur Sigmar sæll heima hjá Hafdísi frænku þeirri bestu í heimi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.