Við erum komin heim
12.3.2008 | 13:43
Dagur 2 utan spítala að hefjast já við Sigmar komum heim í gær og þóttumst alveg eldhress en þegar við vorum búin að keyra dótið okkar í hjólastól útí bíl með viðkomu í apótekinu vorum við bara dauðþreytt það var kannski ágætt að við þurftum að bíða í klukkutíma eftir lyfjunum hans Sigmars, sem var álíka stafli og Esjan á hæð þegar búið var að stafla þeim upp, enda þurfti 2 stóra plastpoka undir herlegheitin og á haugurinn bara að duga í mánuð Þegar heim var komið var gott að geta lagst uppí sófa smástund og jafna sig eftir ferðalagið.
Á mánudaginn lauk einveru minni á stofunni því þá kom pínulítil gömul kona til að leggjast inn, ég verð að viðurkenna að mér leist nú ekki meir en svo á, hugsaði með mér,, það gat nú verið fæ ég ekki eldgamla konu sem fer að sofa klukkan 7 svo þá er eins gott að slökkva ljósið og hafa hljótt eftir það svo er örugglega eitthvert næturvesen á henni" gamla konan reyndist hin indælasta og mynnti mig reyndar ansi mikið á ömmu á Klettó og jú jú hún fór snemma að sofa en er ekki viss um að hún hafi sofnað á undan mér því ég rotaðist um 9 leitið og það var ekki fyrr en eftir miðnætti að ég heyrði í henni aftur þá náði hún ekki í bjölluna svo ég var nú almennileg og hringdi fyrir hana þá kom þessi líka ljúfa hjúkka inn sem talaði svo fallega við gömlu konuna og var svo góð við hana að mér fannst ég vera með Hönnu systir hjá mér að hjálpa ömmu. Reglulega þurfti svo sú gamla að fá aðstoð um nóttina og alltaf vaknaði mín til að hringja fyrir hana bjöllunni og alltaf kom sama hjúkkan til að hjálpa henni fyrir utan eitt skipti að önnur kom og var ég að spá í að biðja hana að fara og sækja "Hönnu systir" því hún kynni miklu betur á" ömmu " mér fannst þessi of harkaleg við brothættu gömlu konuna, en ákvað að það væru nú takmörk fyrir því hvað hægt er að skipta sér af því sem manni kemur ekki við, enda var hún í fínu lagi bar sig bara ekki eins að og sú sem mynnti mig á Hönnu. Einhvern tímann vaknaði ég á undan gömlu og beið eftir að hún bærði á sér svo ég gæti nú sinnt hlutverki mínu sem bjölluþjónn en gamla svaf eins og engill og ég var farinn að hafa áhyggjur hvort eitthvað væri nú að, á endanum vaknaði nú gamla konan og ég gat hringt bjöllunni fyrir hana, hjúkkurnar voru farnar að hafa áhyggjur af því að ég svæfi ekkert en það var allt í lagi því þetta var lang besta nóttin á spítalanum þó ekki væri mikið sofið því gamla konan og góða hjúkkan höfðu svo róandi áhrif að mér leið eins og amma á Klettó og Hanna systir væru hjá mér alla nóttina og ég veit ekki hvort hægt ar að hafa það betra. É vona að gömlu konunni hafi gengi vel í aðgerðinni sinni og að góða hjúkkan starfi sem lengst. Verð þó að taka fram að allir sem unnu á deildinni (13d) voru yndislegir bæði við mig og Sigmar og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Velkomin heim bæði tvö. Það er gott að geta haft smá áhrif þó í fjarlægð sé, og mikið hló hún amma þegar ég sagði henni frá þessu.. Þið lofið að fara vel með ykkur. Ég held að ég sleppi suðurferð núna þessa helgi, ekkert vit í að dreifa flensunni með mér, Hilmar liggur enn. Enn og aftur farið vel með ykkur. Kveðja Hanna.
Hanna Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:25
við sjáumst bara síðar Hanna mín þó það hefði verið gaman að fá þig, viltu kyssa ömmu frá okkur Sigmari við lofum að passa okkur ég er svo mikið að æfa mig í að gara ekki neitt hmmmmmm
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 13.3.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.