fréttir úr borginni

Enn einni heimsókninni á blótökudeildina lokið þurfti enn eina ferðina upp á spítala í blóðprufu ef þeir halda þessu áfram verð ég orðin blóðlaus áður en ég kemst í aðgerðina, en mikið hrikalega held ég að blóðbankinn sé kátur að eiga allt mitt dásamlega blóð, síðan ég kom suður hef ég farið á hverjum degi á lansann ýmist í viðtöl eða blóðprufur nema hvorutveggja sé ,fékk í gær að hitta aðalskurðlækninn  Jóhann Jónsson sem kemur alla leið frá canada til að skera okkur, í samtalinu kom í ljós að hann er ættaður frá Seyðisfirði Smile langafi hans var kaupmaður á Seyðis og hét Stefán T.H jónson og var með verslun þar sem sýsluskriftofan er nú til húsa, þar sem hann er ættaður frá þessum fallega firði hlýtur aðgerðin að takast með eindæmum vel. Ég spurði hann útí pælingarnar mínar hvort Sigmar fengi part af sálinni minni með nýranu og fannst honum þær pælingar virkilega skemmtilegar hann sagðist reyndar ekki hafa orðið var við persónubreytingar en alltaf segja karlmönnum sem fá nýra úr konu að hér eftir komi þeir til með að pissa sitjandi og fá ólæknandi verslunarþörf hehehehe En allavega þá var mjög gott að tala við hann og spurði hvort hann fengi ekki kaffi ef hann kæmi og liti á ættaróðalið á Seyðis. 

Á þriðjudaginn fórum við systur og tæmdum kringluna LoL keypti mér alveg guðdómlega fallega hvíta kápu í Karen Millen HeartInLoveHeartInLove og ferlaga góð hversdags stígvél í Bianco, þegar við Hafdís komum heim spurði Úlli hvort það væri ekki best að hann geymdi kortið mitt hehehehehe sénsinn er sko rétt að byrja ( kannski eins gott að ég verð lögð inn í kvöld ) á sko Smáralindina og Laugaveginn eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband