komin í borgina
3.3.2008 | 15:35
Þá er nú komið að því að frúin kom sér suður. Við Sigmar fórum á Lansann í morgun í innskrift, það er nú meira fjörið og ekki fyrir tímabundna eða óþolinmóða
hehe og Sigmar minn með mér
það var æði oft stunið og blásið " er þessi læknir ekki að fara að koma eigum við að bíða mikið lengur eða........ og hvert eigum við svo að fara og hvað svo......" þetta var farið að taka illilega á taugarnar í unga manninum en allavega þá hittum við svæfingalækni, aðstoðarlækni, sjúkraþjálfa, og hjúkrunarkonu. Svo voru teknar lungnamyndir,blóðsýni, þrýstingurinn mældur fengum að blása í einhverja græju sem ég man ekki hvað heitir, hjartalínurit var tekið og við þreifuð, þukluð og skoðuð hátt og lágt svo þurfum við að koma aftur á miðvikudag til að tala við skurðlæknana og leggjast svo inn á fimmtudag. Já svo skoðuðum við deildina sem við eigum að liggja á Sigmar fékk skipun um að það væru bara foreldrar og systkini sem mættu heimsækja hann vegna sýkingarhættu en hann verður á einmenningi og allir við sem megum fara til hans verðum að fara í slopp og spritta okkur. Þetta er gert vegna þess að hann verður á ónæmisbælandi lyfjum svo hann verður frekar viðkvæmur fyrir öllum sýkingum.fyrst eftir að hann kemur af spítalanum má hann ekki vera í margmenni má t.d ekki fara í bíó eða kringluna o.þ.h svo má hann ekki eiga snáka, skjaldbökur eða eðlur og allir kettir í stórfjölskyldunni verða að fara reglulega í ormahreinsun. jæja er að spá í að skella mér í kringluna áður en ég fer aftur upp á lansa að sækja þolinmóða drenginn. kossar og kveðjur úr höfuðborginni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
STÓRT og MIKIÐ KNÚS til ykkar. Gangi ykkur vel tututututu. Bið að heila þeim óþolinmóða. Anna mín, viltu samt skilja e-h eftir í Kringlunni fyrir mig :) Bestu kveðjur frá firðinum hvíta.
Lilja Björk Birgisdóttir, 4.3.2008 kl. 10:48
takk takk takk fór og skannaði kringluna í gær er svo að fara með þangað með kortið eftir hádegi ef þú heyrir í fréttunum að það sé búið að loka kringlunni vegna vöruskorts þá hefur mér tekist að finna eitthvað lítið og sætt
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 4.3.2008 kl. 12:34
það var nú ekki tuðað svo rosalega mikið þessir anskotans shjúkrahúss starfsmenn meiga bara vera pínu röskari og það gengur ekki að láta mann bíða í 20 mín eftir 2 mín viðtali það er bara rugl
litla barnið (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:50
Hæ hæ. Vildum bara segja gangi ykkur vel. Risaknús frá okkur öllum og smá prinsessuknús líka frá Hönnu Lára.
Kolla, Helena og Hanna Lára (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 12:34
Takk takk hér gengur allt vel knús og kossar til allra á Sólvöllum
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.