Vetrarfréttir
28.2.2008 | 21:16
Ekki er veturinn alveg búinn, í nótt og í morgun hefur kyngt niður snjó það blés svolítið í morgun en veðrið var yndislega fallegt eftir hádegi enda var mikið að gera hjá okkur á Sólvöllum við að búa til allar tegundir af kökum sem börnum getur dottið í hug sem voru síðan skreyttar með klaka og snjó áður en farið var inn í nónhressingu slógum við upp veislu úti í fallega veðrinu og "borðuðum" snjókökur af öllum stærum og gerðum og "drukkum" heitt kakó með það var sko mikið fjör hjá okkur. Í gærkveldi kepptum við leikskólakonur svo í fyrirtækjakeppni grunnskólans við drógumst á móti Gullveri og þeir rétt mörðu sigur hehehe við reyndar höldum áfram sem stigahæsta tapliðið svo þetta er ekki alveg búið hjá okkur ja reyndar verð ég farin suður svo það þarf að finna einhverja sem kemur í staðin fyrir mig en ég hef fulla trú á að stelpurnar rúlli þessu upp
þegar ég kom heim eftir vinnu í dag beið mín póstur "jíbbý" árgangur 1964 á Seyðisfirði ætlar að hittast í sumar í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá fermingu okkar reyndar fermdist ég ekki á Seyðisfirði heldur í Grindavík og flutti reyndar héðan þegar ég var 12 ára en samt er mér boðið að vera með og er ég hrikalega ánægð með það og hlakkar ekkert smá til. Það er búið að stofna bloggsíðu fyrir fermingarmótið og var ég að fara yfir nöfnin á gömlu bekkjarfélögum þar ég verð að viðurkenna að ekki mundi ég eftir öllum sem voru á listanum en það voru nú aðallega strákarnir sem ég var búin að gleyma. Það verður því nóg að gera við að rifja upp hver var hvað og gaman að hitta krakkana aftur eftir 32 ár sum hef ég nú hitt, ein er orðin mágkona mín og þau sem búa hér á Seyðisfirði hef ég allavega öll séð. Það er kannski spurning hvort ekki ætti að hafa samband við þennan sama árgang í Grindavík og athuga hvort ekki sé komin tími til að hittast en það er nú styttra síðan ég hitti þau. Kosturinn við að hafa verið í mörgum skólum er að ég get farið á mörg árgangamót sama árið um allt land
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ kaffi/súkkulaði vinkona vonandi gengur vel hjá ykkur Sigmari, bið að heilsa kappanum og knúsaðu hann frá mér.
STÓRT OG MIKIÐ KNÚS til þín, kyss, koss kveðja Lilja Björk
Lilja Björk Birgisdóttir, 1.3.2008 kl. 11:41
Takk takk mín kæra er að klára að pakka og stressið farið að gera vart við sig en þetta verður örugglega bara fínt hlakka til að vera með prinsinum í heila viku fyrir aðgerðina að gera eitthvað skemmtilegt eða bara ekki neitt hehe takk fyrir kossa og knús
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.