aðgerðarpælingar

Þá er enn ein helgin liðin og síðasta vinnuvika fyrir aðgerð að hefjast. Ég er mikið búin að spá í aðgerðina undanfarna daga er held ég að fatta að þetta er að verða raunveruleiki en ekki bara tal og von um að verði einhvern tímann. Það er alveg ótrúlegt að hægt sé að vera einskonar partasala fyrir aðra manneskju að hægt sé að nota mann í varhluti ( ætla núsamt ekki að selja neitt svo það sé á hreinu )  mér finnst bara stórmerkilegt að geta gefið úr mér líffæri til að bjarga öðrum og ekki bara einhverjum heldur syni mínum, ég var líka að spá í það að það væri verst að þegar ég er búin að gefa Sigmari nýrað mitt þá á ég ekki annað til að gefa hinum ef þeir þurfa á að halda ég hefði eiginlega þurft að hafa 4 s.t.k svo allir geti fengið eitt ( vona nú samt að þeir þurfi aldrei á því að halda) en held samt að ég væri tilbúinn að gefa þeim hvaða líffæri sem er úr mér ef það kæmi þeim að einhverjum notum, í augnablikinu finnst mér að allar mæður ættu að hafa aukasett af öllu til að gefa börnunum sínum Wink  Svo hef ég verið að spá í hvernig það verður að vita af mínu nýra inni í annarri manneskju jafnvel þó það sé Sigmar Örn, hættir það þá ekki líka að vera mitt þegar hann er búinn að fá það ég ætla allavega ekkert að lána honum það heldur gefa það. hef verið með allskonar furðulegar vangaveltur um þetta t.d flyst eitthvað meira af mér með nýranu mér finnst nú frekar lógíst að það geri það ekki en hvað veit maður, er allavega eitthvað mikið að hugsa núna. Svo hef ég verið að leita á netinu um líffæraflutninga en ekki fundið mikið á íslensku svo sennilega verð ég að lesa mig til á ensku, er bara hrædd um að skilja ekki formlegt læknamál almennilega það getur nú verið alveg nógu snúið á ástkæra ylhýra Woundering  en þetta hlýtur allt að koma í ljós.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín kæra systir!

Það hlýtur að vera soldið skrýtin tilfinning að þetta skuli loksins vera að bresta á. Mér líst nú ekkert á þá hugmynd þína að við mæður værum gangandi varahlutaverkstæði, en skil samt hvað þú ert að pæla. Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín. Ég óska ykkur alls hins besta og hugsa til ykkar. Sendi kossa og knús. Hanna

Hanna Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Hehe já spáðu í mömmu með 6 faldan skammt af öllu, það er nú kanski soldið mikið viðurkenni það  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:50

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kvittað fyrir komu.

Kristín Snorradóttir, 28.2.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

takk takk fyrir mig og minn við ætlum að láta allt ganga vel  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 1.3.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband