Snjór, snjór og meiri snjór
3.2.2008 | 22:47
Hér er allt að fara á kaf í snjó, síðan á fimmtudag hefur þurft að moka bæði tröppur og stíg á hverjum degi til að komast frá húsinu, að ég tali nú ekki um bílinn hann er nú bara notaður svona alsparijóla......( enda ekki auðvelt að moka götuna mína sem að jafnaði er full af alls kyns vinnuvélum og vörubílum) á hverjum morgni þegar við vöknum er fennt í göngin sem mokuð voru daginn áður og tröppurnar fullar af snjó en ekki kvarta ég því mér hefur aldrei leiðst neitt sérlega mikið að moka snjó og fátt er eins frískandi og göngutúr í skítakulda og helst snjókomu beint í andlitið. Fyrir nú utan það að snjómokstur er hin besta líkamsrækt. Hallgrímur mokaði í dag svo ætli ég fái ekki að moka á morgun.
Fyrsta verkefnið í skólanum er farið frá mér sendi það núna rétt áðan en það var um uppruna félagsfræðinnar. Mér líst mjög vel á þetta fag, það sem ég er búin að lesa lofar góðu en mér þykir félagsfræði mjög spennandi og gæti alveg hugsað mér að læra meira um hana en námskráin segir til um
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Snjómokstur er allavega ódýr líkamsrækt
Kristín Snorradóttir, 3.2.2008 kl. 23:08
Þú þarft að vinna upp öll snjólausu árin í Njarðvík elskan mín
Svanborg (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:18
hehe já það var ekki mikið um snjó þar en fékk nú að moka á Dalvík
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:24
Kvitt, kvitt fyrir mig dúllan mín. Mín er sko búin að kaupa nýtt síróp í kaffið,mmm mm. Já það sko snjóar, hér er notast við stórvirkar vinnuvélar til að moka bílastæði og stétt, gott að eiga gröfu kall
Knús í hinn endan á bænum frá bakkabúum.
Lilja Björk Birgisdóttir, 4.2.2008 kl. 18:37
mmmmmmm namminamm verð að koma aftur til þín í kaffi já það væri nú ekki leiðinlegt að eiga einn gröfukall, gott að bæta einum enn í götuna af því að ég er nú svo sátt við þá sem fyrir eru annars kom Njöddi og mokaði innkeyrsluna eftir að hann dró bílinn í burtu svo sennilega eru "gröfukallar besta fólk" hehe
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 4.2.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.