Senn líður að Þorra !!!

og undirbúningur að blóti kominn á fullt skrið það er verið að semja, saga, negla, mála, hekla, prjóna ,sauma, skera elda, baka, sjóða, steikja, laga, hlæja, syngja, tala, skrifa, tala og tala aðeins meir en þó aðallega að hlæja og skemmta sér. Ég er alveg sannfærð um að líkt og undanfarinn ár verður þetta blót það langskemmtilegasta fyrr og síðar Wink . (hógværð er ekki dyggð sem dugar í þorrablótsnefnd).Fyrir utan undirbúning að blóti gengur lífið sinn vanagang. Ungarnir mínir sem voru hjá mér um jólin komust norður til "skemmtilega" fólksins á gamlársdag og voru að vonum harla kátir þannig að við hjónakornin vorum bara tvö ein heima á gamlárs, það var svomsem bara fínt þó svo að ég saknaði þess nú aðeins að hafa ekki fleiri heima. Ég er búinn að fá stundatöflu fyrir vorönn og auðvitað á að byrja að kenna annað fagið sem ég er að fara í í sömu viku og við Sigmar erum að fara í aðgerð þannig að ég verð sennilega að skrá mig úr því fagi og fara í eitthvað annað. En það ætti nú alveg að reddast, allavega ekkert annað í boði en að vera jákvæður með það. Eins og ég sagði frá í síðustu færslu þá fór hann Sigmar á spítala á aðfangadag hann fékk svo frí yfir áramótin en mætti svo aftur á deildina sína 2. Janúar og var skorinn upp þá kom í ljós að hann var kominn með mikla samgróninga í garnirnar svo þeir voru í rúma fjóra tíma að skrapa og skafa garnir og leysa hnúta og flækjur. Hann er allur að koma til hægt og rólega, losnaði við morfíndrippið á fimmtudaginn og var mikið hressari og glaðari eftir það einnig töluðu hjúkkurnar um að það væri kominn smá litur framann í hann og á varirnar hann er líka farinn að sofa  betur hann fór svo í magaspeglun á föstudaginn og er með heilmiklar bólgur þannig að fyrst búið var að taka morfínið og minnka blóðþristingslyfinn var pláss fyrir magabólgulyf. Ég verð að seigja að mér finnst hann standa sig alveg ótrúlega vel í öllum þessum veikinda hremmingum sínum.Svo er það hún Hafdís systir sem græjaði fyrir hann herbergi og sagði það ekki vera spurningu auðvitað myndi hann flytja til sín og húm sægi um hann sem hún hefur gert það er alveg ómetanlegt að vita af þessum stuðningi hann hefur líka verið hjá Svanborgu og má bara vera þar sem hann vill held svei már þá að þær séu englar í mannsmynd þessar elskur.Halo Halo Halo Halo Halo Halo  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku bestasta Anna, gleðilegt ár.  Leiðinlegt að hitta ekki á þig og strákana um jólin og sérstaklega Sigmar.  Hvenar farið þið í aðgerðina???   Gangi þér og Sigmari sem allra allra best, knús og kveðja Lilja Björk sófadýr.

Lilja Björk (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Lilja Björk Birgisdóttir

Gleymdi að segja hvað mig hlakkar mikið til að sjá þig á sviði

Lilja Björk Birgisdóttir, 12.1.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Gleðilegt ár Lilja mín það er ótrúlegt hvað það er eitthvað langt inní lönguvittleysu  þurfum að fara að hittast, ætti að vera auðveldara nú þegar ég er bara að vinna til 15:40  Við Sigmar förum í aðgerð aðra vikuna í mars (10.-14. ) hehehe verð náttúrulega drottninginn á sviðinu

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 12.1.2008 kl. 18:55

4 Smámynd: Lilja Björk Birgisdóttir

Hlakka til að sjá þig glitra á sviðinu og taka blótið með stæl.

Lilja Björk Birgisdóttir, 13.1.2008 kl. 21:05

5 identicon

Ertu að fara að verða drotting á sviði? Af hverju kemur það mér ekki á óvart?   Og af hverju vissi maður ekki að þú værir komin með bloggsíðu?

Knús, litla systir

Svanborg (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

já sko þannig er það nú að upplýsingafulltrúinn minn var rekinn, var farinn að skyggja á mína konunglegu hátign svo ég sit bara hér dauðhrædd um að heimurinn sé að gleyma mér.  Ef þú veist um einhvern góðan með mikla þrælslund og finnst það fullnægja öllum sínum kröfum bara að fá að þjóna mér máttu láta mig vita

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 16.1.2008 kl. 17:41

7 identicon

Já Anna mín, maður verður að velja gott fólk í kring um sig, annars vill það skyggja á mann - þykjast vera eitthvað frægt eða eitthvað. Ef ég rekst á einhvern sendi ég hann til þín  Er ekki Sigmar annars að verða þrælæfður á nýju fartölvuna sína? Hann hlýtur að geta tekið jobbið að sér...

Svanborg (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband