jólafréttir
29.12.2007 | 17:02
Jólin jólin jólin tími ljóss og friðar sameiningar fjölskyldunnar rólegheita, fjölskylduboða, náttfatadaga, ofáts, viðsnúningi á sólahringnum og óróleika hjá kettinum. Flest af þessu höfum við fengið að upplifa um þessi jól drengirnir mínir skunduðu austur til að halda jól með mömmu sinni Þorvaldur og Ársæll komu með rútunni frá höfuðstað norðurlands 21.Des mikið skelfingarósköp var nú gott að sjá útilegudrengina mína sem þykjast vera orðnir fullorðnir og fluttir að heiman, þá var bara að bíða eftir Sigmari hann átti að koma með síðustu vél á Þorláksmessu við Hallgrímur brunuðum í héraðið að sækja piltinn og þarna kom hann horaður eins og rækja en alltaf jafn fallegur þá var ég búinn að heimta alla mína syni Klemens var líka kominn austur svo öll börnin okkar fimm voru mætt í sveitina að halda uppá hátíð ljóss og friðar. (Sigfríð er svo elskuleg að búa hér) Ekki vað Adam lengi í paradís (brasið alltaf á henni Evu) Sigmar var þokkalega hress að sjá en var nú samt svolítið hokinn þegar ekki átti að sjást til fögnuður þeirra bræðra var líka mikill að fá loksins að vera allir saman og ekki að hittast á spítalanum. Á Þorláksmessu kvöld um það leiti sem fólk var að búa sig í svefn fer minn maður að æla, sagði það ekki vera neitt væri bara þreyttur og ætlaði að fara að sofa. Á Aðfangadagsmorgun vaknaði ég svo við tilraunir pilts við að æla svo ég fékk hann á að koma með mér til læknis í bjartsýniskasti okkar beggja og von um að fá að vera saman héldum við að læknirinn gæti gefið honum eitthvað gott sem dygði fram að 26.Des en þá átti hann að fara suður aftur. Óli læknir skoðaði drenginn í bak og fyrir og hlustaði á sjúkrasöguna "jahá tvær vikur síðan þú fékkst ileus síðast þetta þýðir bara eitt -innlögn á spítala-" þetta voru hræðileg vonbrigði sem erfitt var að leyna en ekki ekki þýðir að deila við lækna eða dómara úrskurði þeirra þarf að hlíta þannig að Sigmar minn sem var búinn að hlakka svo mikið til að eiga jól með bræðrum sínum og mömmu varð að fara suður aftur á sjálfan Aðfangadag og leggjast inn á spítala, sem betur fer eru mamma og pabbi fyrir sunnan um jól og áramót svo amma hentist út á flugvöll að sækja prinsinn og koma honum á spítalann. (aaaarrrrrrrggggggg) Hún fékk svo að sækja hann rétt fyrir 6 og fara með hann til Hafdísar þar sem hann þurfti að fasta var skapið ekki alveg uppá það besta en hann stalst í smá jólagraut (3 skeiðar) sem var sá besti sem hann hafði smakkað og var hjá henni til að ganga tólf þá fór hann aftur uppá spítala eins mátti hann skreppa í jólaboð til ömmu og afa í Grindó og var hinn sáttasti með það. Þegar ég talaði við hann áðan þá var hann kominn í leifi fram yfir áramót en þá á hann að mæta aftur og fara í kviðarholsspeglun þessi þarmalömun er að verða svolítið þreytandi. En við sem eftir vorum fyrir austan erum búin að hafa það mjög náðugt Klemens og Sigfríð komu til okkar á aðfangadagskvöld eftir mat og pakka og aftur á jóladag í mat. Fríða og Hörður eru hér fyrir austan og komu til okkar í kaffi á jóladag og mat á annan í jólum Hallgrímur fór að vinna 27. og ég 28. þannig að vinnan hefur ekki verið að drepa okkur enda mikið búið að lesa og maula á konfekti laufabrauði og öðru góðgæti Þorvaldur og Ársæll eru komnir með ný viðurnefni og kallast nú einu nafni sófadýrin enda standa þeir varla upp úr sófanum nema rétt til að matast sofa og fara á klósett en það eru jú einu sinni jól svo ekki tekur því að jagast of mikið enda eru þeir ekki hér á hverjum degi. Sófadýrin stefna á að fara með rútunni norður aftur á morgun en spáin er ekkert allt of góð og kæmi mér ekki á óvart að þeir yrðu veðurtepptir hér um áramótin hehehehe
Í dag er merkisdagur því systkini mín elskuleg Hanna og Einar Jón eiga afmæli í dag og óska ég þeim alls hins besta á afmælisdaginn og alla aðra daga megi gleði og gæfa umlykja þau um langa ævi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.