Fréttir úr sveitinni

Er búin að vera alveg þokkalega dugleg um helgina. Á föstudagskvöldið hittumst við leikskólakonur og enduðum jólavinaleikinn okkar, leikurinn er búinn að vera mjög skemmtilegur eins og venjulega fallegar orðsendingar og smágjafir í heila viku. Mörgum okkar tókst að dulbúast ansi vel því það þurfti að giska mörgum sinnum áður en rétti vinurinn fannst en sumar gátu þó í fyrstu tilraun. Mikið var talað og hlegið og borðað yndislegur endir á vinnuviku. Á laugardaginn fór ég í héraðið með Hirti og Mimie hélt áfram jólagjafaverslun og er bara sátt við þau kaup. Þegar ég kom heim fór ég að búa til konfekt ætlaði bara aðeins að gera ...smá... áður en við færum í laufabrauðið Whistling hehe þetta smá fyllti stórann bauk og ég mér veitir ekki af liðsauka til að klára herlegheitin.. hvenær skyldi ég læra smá hógværð þegar ég er að búa eitthvað gott til Woundering þannig að laufabrauðsgerðin dróst þar til eftir kvöldmat en þá hespuðum við þessu af og vorum bara snögg að því ég prufaði núna að nota hreina svínafeiti til að steikja uppúr aðallega vegna þess að boxið af henni var svo passlegt, ekki leist mér alveg á þegar það var opnað því lyktin var ekkert sérlega góð hálfgerð hrálykt mynnti mig á sláturhúsið og sláturgerð en bragðið af kökunum var mjög gott bara laufabrauðsbragð en ekki af feiti eins og ég finn svo oft og þegar búið var að steikja var ekki bræla í eldhúsinu mínu og í morgun var ekki hægt að finna að þar hefði farið fram steiking kvöldið áður. svo ef maður getur horft framhjá hrálykt af kaldri feitinni mæli ég með henni því eftirá er hún mikið betri. Í dag voru það svo Sörubotnar (krem og hjúpun eftir) og hrikalega djúsí súkkulaðibitakökur nammmmmi nammmGrin held ég fari svo að hætta bakstrinum þetta er held ég alveg að verða gott eins gott að strákarnir komi og hjálpi mér við átið því ekki er hann Hallgrímur sá hressasti í smákökuáti.

Líkurnar á því að Sigmar komist austur eru alltaf að aukast hann er enn inni á spítala en vonast til að komast heim á morgun. Hann er allur að lagast og stíflan er sennilega losnuð svo hann þarf ekki í aðgerð (sem betur fer). Hef enn ekki heyrt frá Þorvaldi svo ég veit ekkert hvað hann ætlar sér að gera, hvort hann kemur austur eða fer út í eyju til pabba síns.

Líðanin hjá mér er öll að lagast eftir að ég kom mér til læknis og fékk þunglyndislyf. mér gengur betur að vakna á morgnana og er ekki eins döpur og áður, til að byrja með var kvartað undan því að ég væri svo þögul en það kom allt líka eins er ég ekki eins hrikalega utan við mig þó það komi náttúrulega fyrir. Stóra skrefið var náttúrulega að viðurkenna að ég væri orðin þunglynd en það var ansi stórt skref að taka og að viðurkenna að ég þarf ekki að geta allt ein og óstudd það er allt í lagi að fá hjálp hef reyndar verið að seigja öðrum þetta en það virðist vera erfiðara að fara eftir því sjálfur.Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband