Rjúpnalaus helgi
26.11.2007 | 18:09
Ekki tókst mínum ágæta manni að draga björg í bú núna um helgina, laugardagurinn var nýttur í þrif vegna veðurs svo eldhúsið okkar er orðið glansandi hreint og fínt (bannað að elda fram að jólum) og á sunnudaginn flúðu blessaðar rjúpurnar eitthvert langt í burtu (voru allavega hvergi þar sem hann var) karlgarmurinn kom heim ískaldur og genginn upp að hnjám rjúpnalaus
Dagarnir í vinnunni hafa verið svolítið skrítnir ýmist er starfsfólk hálf bæklað og þess vegna heima eða í fríi kannski eins gott að minni bæklun var frestað fram yfir áramót þannig að hinar fá þá tíma til að jafna sig.. þegar ég kom úr fríinu kom vinur minn til mín með útbreiddan faðminn og sagði "ooooooo Anna mín ég elska þig svo mikið þú mátt aldrei fara aftur svona frá mér" ekki amalegt að eiga svona aðdáanda þó svo að hann sé hættur við að giftast mér hehehe. það fer að verða spurning hvort ég megi fara í aðgerðina eftir áramót þá þarf ég að yfirgefa kappann í 6 vikur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.