Fríið búið ...............

Jæja þá er fríið búið og fyrsti vinnudagur líka.

mikið svakalega var nú gott að koma heim þó svo að fríið hafi verið mjög ljúft. Hitinn var mildur 25-30 gráður og andvari af hafi, þetta gat varla verið notalegra Cool ferðin fór aðallega í að gera ekki neitt fór einu sinni á ströndina og einu sinni í sundlaugargarðinn annars var tíminn notaður í að rölta um nágrennið kíkja á útiveitingahús borða góðan mat og hafa það náðugt í alla staði. Við fórum í eina skoðunarferð sem var bara fínt, við fórum upp á hæsta fjall eyjunnar sem heitir Teide og er 3,718 metrar y.s. við fórum ekki alveg upp á topp því til að komast þangað þarf að kaupa sér leyfi fyrir göngunni síðustu metrana en við fórum með kláfi upp í 3,550 metra þaðan var útsýnið magnað við sáum hálfa leið á heimsenda og hefðum sennilega séð alla leið ef ekki hefði verið fyrir mistur af Sahara eyðimörkinni þarna uppi var ekki nema 2 gráðu hiti svo það var eins gott að við tókum peysur með okkur.

set inn nokkrar myndir úr ferðinni Joyful og afmælinu hans Sigmars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband