VINNUVÉLAMARTRÖÐ...

Hef verið að spá í það undanfarið hvað það er sem fær menn til að leggja undir sig heilu íbúðagöturnar og nota sem bílastæði fyrir vörubíla,steypubíla, gröfur og aðrar vinnuvélar.  ætli maður verði svona fótafúinn á að vinna á svona tækjum að ekki er hægt að leggja þeim utan íbúðargötunnar og ganga svo heim eða er heimilisbifreiðin svo heilög að ekki má nota hana til að komast til og frá geymslustað vinnubílanna. Ég er að verða pínu þreytt á að búa við það að rólega gatan mín er eins í iðnaðarhverfi þar sem mikið er að gera því hér hika menn ekki við að leggja gröfum, vörubílum, steypubílum og öðrum vinnutækjum. Ekki á meðan verið er að vinna við þau í götunni nei nei hér eru engar framkvæmdir hér er tækjunum einfaldlega lagt eftir vinnu og sett í gang á morgnanna með tilheirandi háfaða og mengun, að ég tali nú ekki um skerta aksturs göngu og hjóla aðstöðu okkar hinna er við götuna búa. Eins gott fyrir mig að ég er að fara í frí eftir helgi og losna við vinnuvélamartröðina.Devil

Smá fréttir af Sigmari. Hann útskrifaðist af spítalanum á miðvikudaginn Grin það gekk náttúrulega ekki alveg áfallalaust fyrir sig því þegar átti að fara að nota nýja skilunarlegginn þá bara blæddi og blæddi og blæddi og blæddi aðeins meir, loks eftir langa mæðu var hægt að stöðva blæðinguna en þegar hann var búinn í skiluninni og búinn að pakka niður tilbúinn að fara heim byrjaði ballið að nýju blóðið bara rann, ekki var hann Sigmar minn glaður allt búið að ganga svo vel bæði sunnudag og mánudag þá þurfti dagurinn sem hann átti að útskrifast að verða hálfgerð martröð og allt leit út fyrir að hann fengi ekki að fara heim. Seint og um síðir eftir allskonar bras og adrenalínsprautu hætti að blæða og hann fékk að fara heim með Hafdísi frænku og vera hjá henni um nóttina gegn því að koma strax ef eitthvað kæmi uppá. Þessi elska sofnaði eins og engill um leið og hann kom í Hafnarfjörðinn og svaf alla nóttina allt gekk eins og í sögu Smile daginn eftir fór hann svo aftur uppá spítala með osta kex og blóm handa yndislegu konunum á deildinni og var útskrifaður formlega. Allt hefur gengið vel fram að þessu og ég hlakka hrikalega til að hitta hann á mánudaginn þá förum við suður og ég fer í tveggja vikna bloggfrí Wink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband