Fjallaferð og fleiri fréttir
28.10.2007 | 22:02
Í gær hentist Hallgrímur upp á Bjólf ásamt nokkrum fjallagörpum í gönguklúbbnum til að færa gestabókina en hún er víst búin að vera á kafi í snjó meira og minna frá því henni var komið fyrir þannig að ekki hefur verið auðvelt að kvitta í bókina. Nú ætti hún að vera komin á skikkanlegan stað og upp úr snjóskaflinum. Það var indælis veður svolítið kalt og bjart niðri á sléttunni var gola en uppi á fjalli var víst ansi hvasst, prinsessan var sko heima að þvo þvott og skúra á meðan eiginmaðurinn var í fjallgöngu betra að hún ofreyni sig nú ekki á einhverju príli. Um kvöldið kom svo Sigfríð í mat við grilluðum nautalund og ég bjó til í fyrsta skipti súkkulaðimús og hún heppnaðist svona líka ljómandi vel nammmmmmi nammmmmm við vorum eiginlega frekar afvelta á eftir, þetta var ágætisuppbót fyrir úldna svínakjötið sem við buðum henni uppá í haust ojjjjjjj ojjjjjjjj og ullabjakk..... kötturinn er kominn með kvef hún situr undir borði og hnerrar eins og hún eigi lífið að leysa aattsjúú hún er kannski bara komin með mannaofnæmi hehehe.
En allt annað Sigmar komst í afmæli til ömmu sinnar í dag (úr einangrun í afmæli) og mikið var hann glaður held að amma hans hafi ekki síður verið ánægð því Sissa Bill og Gummi komu frá Ameríku svo allur ættleggurinn mætti í afmæli. Prinsinn er búinn að vera með hita í nokkra daga og var komist að því að það væri komin sýking í blóðskilunarleggin þannig að hann var fjarlægður í gær og fær hann nýjann á þriðjudaginn. Maginn er allur að lagast svo vonandi losnar hann alveg úr einangruninni fljótlega.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.