Tónleikar

Við Hallgrímur fórum á Ölduna í gærkveldi þar var Hörður Torfa með sína árlegu hausttónleika. Tónleikarnir báru nafnið jarðsaga eftir nýjasta diskinum sem er þriðji í röðinni á eftir loftsögu og eldsögu þessir diskar eru alveg yndislegir og lýsa okkur mannfólkinu á stórkostlegan hátt. Hörður hefur einstakt lag á að sýna okkur broslegu hliðina á neikvæðu fari okkar mannanna og draga upp þá hlið á okkur sem við viljum ekki kannast við eða þekkja því hún er svo fáránleg, eins og karl/kven remba, þröngsýni, fordómar, hégómagirnd o.sfr. túlkun hans og innlifun í söngnum var alveg dásamleg og gerði tónleikana alveg stórgóða hann spilaði bæði af nýja diskinum og líka gamalt efni sem er alltaf gaman að heyra. Smile

Spjallaði við hann Sigmar áðan hann er ósköp daufur þessa daganna,Errm er ekki alveg laus við verkina og er í þokkabót að berjast við samviskubit yfir því að vera búinn að skemma utanlandsferðina mína í nóvember, eins og það sé eitthvað sem hann getur gert að. Held að við vildum bæði miklu frekar vera á leiðinni í aðgerðina en því er ekki til að dreifa við verðum bara að vera þolinmóð og muna að góðir hlutir gerast hægt honum hlýtur að fara að batna. Ekki er það heldur hans sök að uppselt er í þessa ferð, eða sko ég kemst út en ekki heim , annars erum við að spá í að athuga hvort Hallgrímur geti ekki bara verið í tvær vikur úti með mömmu sinni og pabba og systrum og ég verði í viku það gæti hugsanlega gengið.

Ágætu gestir þið megið alveg láta vita af ykkur, kvitta í gestabók eða skrifa athugasemdir  takk fyrir það. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband