Aumir vöðvar
11.10.2007 | 20:56
vaknaði í morgun með strengi í höndum og brjóstum sem voru ekki alveg þeir notalegustu, var farinn að halda að Hallgrímur þyrfti að klæða mig í fötin þar sem ég sá ekki fram á að geta lyft höndunum upp fyrir maga það var engu líkara en brjóstkassinn væri allur blár og marinn en þegar ég leit niður sá ég að allt leit eðlilega út svona utanfrá allavega ææ og óó hvað ég fann til að maður skuli gera sér þetta sjálfviljugur og meira að seigja borga fyrir það það er ótrúlegt og vitiði hvað, ég fór aftur í ræktina áðan tók neðri partinn fyrir svo á laugardaginn má vænta þess að ég komist ekki fram úr rúmi vegna ofurstrengja í fótum. Já Anna Guðbjörg er loksins farinn að stunda ræktina aftur og með skakkt( vegna strengja í framan ) bros á vör því þetta er þrátt fyrir hæðilega strengi bæði skemmtilegt og gott. svo syndi ég líka 3 x viku og hjóla í vinnuna svo ég er að verða hrikalega heilbrigð. En svona til upplýsinga þá komst ég sjálf í fötin mín í morgun ótrúlega dugleg.
Sigmar er svona smám saman að braggast hann er farinn að fara í sjúkraþjálfun verkirnir eru mikið að minnka og áfram er stefnan á aðgerð í nóvember, við erum bara þokkalega bjartsýn á að hann verði búinn að ná sér nógu vel til að honum verði treyst í aðgerðina. Þetta er búið að taka mikið á og allir orðnir langeygir eftir bata stundum velti ég því fyrir mér hvort þetta sé ekki bara að verða gott mér finnst við hafa gengið í gegnum nóg í gegnum tíðina og alveg kominn tími á sæmilega áhyggjulausa daga þó ekki væri nema 2daga í viku fer ekki fram á meira.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.