Nýjar fréttir

jæja þá er að uppfæra nýjustu fréttir af fjölskyldunni. Á þriðjudaginn síðasta fór ég suður til Sigmars líðanin var búinn að vera skelfileg eftir slönguskiptin og allt í molum hjá honum bæði andlega og líkamlega og ekki var hann mjög hress prinsinn minn hafði ekki borðað neitt í 4 daga nema örlitla súpu sem hann fékk í magann af svo hann var myndaður í bak og fyrir, hann var kominn með fast aðsetur á röntgen á miðvikudag og fimmtudag og prufaði held ég allar græjur hjá þeim. Fyrir sneiðmyndatökuna fékk hann sondu honum til mikillar gleði Sick það var frekar ógeðslegt þegar var verið að troða slöngu upp í nefið á honum og ofaní maga. Það sem kom svo upp úr slöngunni var skemmtilega grænt svona eins og karlinn hér fyrir ofan. Þessa yndislegu græju fékk hann svo að hafa í heilan sólahring ....gaman gaman... eftir margar myndatökur og magatæmingu kom í ljós garnalömun sem orsakaði stíflu og mjög sára krampaverki en sem betur fer þá losnaði stíflan eftir inntöku á ómældu magni af skuggaefni, en eftir sat ofurviðkvæmt meltingarerfi sem ekki þoldi meiri mat en vatn og örlitla súpu. Í dag komust svo læknarnir að því að sennilega er lífhimnan utan um meltingafærin að þykkna svo hún vinnur ekki eins og hún á að gera þetta er víst sjaldgæf aukaverkun af kviðskilun og veldur garnalömun, hita ógleði og sárum meltingarfærum. Þannig að þeir ætla að taka kviðskilunarlegginn sem var settur í hann fyrir rúmri viku síðan og setja hann á einhverja sterameðferð. Woundering til að laga lífhimnuna, Síðan verður hann bara í blóðskilun þar til hann fær nýtt nýra svo hann verður bara fyrir sunnan þangað til. Eitt jákvætt kom þó út úr þessu það er búið að flýta nýraaðgerðinni svo við förum í aðgerð í nóvember en ekki janúar.

Á Dalvík var svo mikið fjör um helgina þar sem haldið var uppá 70 ára afmælið hans pabba hann var búinn að banna allt tilstand en þar sem við systkinin erum ekkert sérstaklega hlýðinn mættu allir norður (nema ég sem var fyrir sunnan hjá nafna hans) og héldu upp á afmælið með pomp og prakt, afmælisbarnið skemmti sér alveg konunglega enda ekki annað hægt Smile þegar hópur af svona skemmtilegu fólki kemur saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband