sjúkrahús og sveppir
8.9.2007 | 21:34
Ekki virðist lukkan alveg ætla að elta hann Sigmar minn hann er aftur kominn inn á spítala ekki búinn að vera heima nema tvær vikur og lífhimnubólgan virðist vera kominn aftur, ótrúlegt að hún skuli ekki vera búinn að fatta að hún er ekki velkominn. Sennilega fer hann í allsherjar rannsókn til að útiloka allt annað þetta er að verða alveg ágætt hann missti 15 kíló síðast þegar hann fór inn og er að verða bara skugginn af sjálfum sér hann hefur enga matarlyst og þegar hann borðar verður honum illt því lífhimnan er svo aum Vonandi verður bara hægt að fara í líffæragjöf sem fyrst.
Við Hallgrímur drifum okkur uppí Hallormstað að tína sveppi við fundum alveg slatta af fínum Lerkisveppum og fundum svo Hrútaber í kaupbæti. Skógarferðin var alveg yndisleg veðrið gat varla verið betra + 17 gráður og hálfskýjað svo var algjört logn. Litirnir eru óðum að breytast úr nær algrænu yfir í rautt, gult, brúnt og grænt. Eftir vondar fréttir af prinsinum mínum var varla hægt að hugsa sér betri sálarbætir en berjamór og sveppatínsla i fallegu umhverfi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.