Nóg að gera

 Um síðustu helgi fór Gönguklúbbur Seyðisfjarðar í göngu í Vöðlavík sem var alveg yndisleg allskonar met voru slegin bæði persónuleg og heimsmet jafnvel. Á laugardeginum var farið í göngu um Krossnestanga og skriður fórum upp Völuhjalla og skoðuðum þýska flugvél sem fórst þar á stríðsárunum, einhverjir reyndu að setja hana saman og í gang en einhvernvegin gekk það ekkert allt of vel. Hópurinn skiptist svo þar nokkrir fóru yfir Karlsskálaskarð til Vöðlavíkur en rest fór lengra fyrir tangann og keyrði í skálann. Við fundum ber sem voru á stærð við epli og einn göngugarpurinn þurfti að henda sér frá þegar bláber kom rúllandi niður brekkuna ( óttaðist beinbrot hefði hann lent undir berinu) á sunnudeginum tvístraðist hópurinn um allar jarðir, það var farið í berjamó, fjöruferð,og fjallgöngur það var mjög sáttur hópur sem fór heim seinnipart sunnudags.Smile   Á mánudagskvöldið fór ég svo til höfuðborgarinnar í rannsóknarferð við Sigmar fórum í blóðprufur og viðtöl á þriðjud.morgun og ég var svo allan miðvikudag í myndatökum og blóðprufum, og að pissa í dunk allan daginn,( það var skemmtileg upplifunWoundering  )hvort ég get gefið honum nýtt nýra kemur svo vonandi fljótlega í ljós Joyful  Þegar ég kom heim þá var kominn tími til að undirbúa sig fyrir skólann en hann byrjaði í gær. Núna er ég að bíða eftir því að það þorni almennilega svo ég geti farið að týna risastóru berin sem vaxa hér um allt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband