Sund, sund og meira sund :)

Dagurinn byrjaði dásamlega, við Hallgrímur vöknuðum snemma (05.50) og drifum okkur í sund, það besta við að mæta svona snemma er að þá erum við bara tvö ein í lauginni, erum eiginlega með einkalaug á 30 mín. Eftir  margra mánaðar útlegð frá sundlauginni vegna óþrifa, ( á lauginni sko ekki mér ) var yndislegt að komast aftur í sund, það er kominn nýr forstjóri. Til hamingju Gugga og hún kann sko að þrífa  það var allt svo skínandi hreint og fínt að mér fannst ég ekkert þurfa að fara heim í sturtu eftir sundið eins og var oft áður svo nú eru dýrðartímar framundan með morgunsundi og hafragraut með apríkósum Smile getur lífið orðið betra.    Smá fréttir af Sigmari það er loksins búið að finna út hvaða bakteríu hann náði sér í svo nú er hægt að vinna í því að drepa dýrið, það getur reyndar tekið langan tíma því þetta er einkar harðger tegund sem lifir í ryki og er ónæm fyrir mörgum sýklalyfjum, en allt er þetta á betra vegi. stefnan er að hann útskrifist í lok vikunnar og ætti hann því að komast heim í næstu viku en ég er að fara suður á mánud.kvöld til að byrja aftur í rannsóknum hvort ég get gefið honum nýra og vonandi gengur það bara, þetta er að verða alveg ágætt af veikindum hjá þessari elsku sem hefur staðið sig eins og hetja í þessu brasi, því það er ekki auðvelt fyrir rúmlega tvítugann einstakling sem alltaf hefur verið frískur að vera allt í einu kominn með alvarlegan sjúkdóm og þurfa endalaust að passa sig á öllum hlutum, mega ekki borða  eða gera allt sem hann var vanur.  Verum þakklát fyrir litlu hlutina í lífinu og njótum þess að vera til einn dag í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

heyr heyr,  eyða meiri tíma í að þakka það sem maður hefur en að gráta það sem maður ekki hefur.  Gangi ykkur vel með þetta allt.  Sendi góðar kveðjur

Hafdís Jóhannsdóttir, 20.8.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

takk fyrir góðar kveðjur  við vitum Hafdís að það þíðir ekkert að vera að grenja það nennir hvort eð er enginn að hlusta á það svo fer maskarinn líka bara út um allt he he

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 21.8.2007 kl. 18:29

3 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

 nákvæmlega

Hafdís Jóhannsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband