Alvaran að taka við
10.8.2007 | 11:11
Já sumarfríið er að verða búið og alvaran að taka við. Fríið er reyndar búið að vera mjög gott við byrjuðum á því að liggja í viku undir vesturveggnum í sól og blíðu sem er ágætis aðferð við að átta sig á að maður er í fríi og þarf ekki að fara neitt nema bara upp að sækja meira kaffi. Hafdís vinkona kom í heimsókn ásam Jóhanni. Takk fyrir komuna bæði tvö alltaf gaman að fá heimsókn. Þegar við vorum búin að vera í vikuafslöppun heima lögðum við í ferðalag brunuðum af stað sem leið lá suður á bóginn vorum í Reykjavík í 4 daga hittum ættingja og ferðamönnuðumst svolítið eyddum hálfum degi með Sigmari á Þjóðminjasafninu sem var alveg frábært safnið er orðið stórglæsilegt og mjög gaman að koma þangað, mæli með því. Fór með Hallgrím á suðurnesin og sýndi honum fegurðina þar hann tók sérstaklega eftir því að það var hvorki rok eða rigning heldur bara ágætis veður. Fórum Sandgerði
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.