Himneskur jass

Var á þeim stórkostlegustu jasstónleikum sem um getur. Smile  Í Herðubreið á Seyðisfirði var partur af jea (jasshátíð Egilsstaðaá austurlandi) haldin, þar spiluðu James Carter, Deitra Farr og The Riot. Ég veit eiginlega ekki hvernig er hægt að lýsa Saxafónleik James Carter hljóðin sem komu út úr hljóðfærinu voru engu lík, það var eins og að vera staddur í ævintýri sem var ekki af þessum heimi tónlistin fyllti ekki bara útí allan líkamann heldur útí hárendana og svei mér ef frumurnar titruðu ekki af sælu þvílík var snilli þessa stórkostlega hljóðfæraleikara enda er hann talinn einn sá besti í dag. Yfirleitt þegar ég hlusta almennilega á tónlit geri ég það með augun lokuð en oft þurfti ég að opna augun til að athuga hvernig hann hafi farið að því að skipta um hljóðfæri svona rétt á meðan hann andaði að sér því það komu stundum einhver stórfurðuleg hljóð sem sem ég gat ekki skilið hvaðan komu, en alltaf þegar ég opnaði augun var hann bara með saxafóninn sinn hann spilaði þannig að mann langaði bæði til að skellihlæja og gráta af gleði og hamingju.  Hljómsveitin sem hann hafði sér til fulltingis var ekki af verri endanum The Riot, Björn Thor, Ásgeir Óskarsson, Jón Ólafsson, Halldór Bragason (held ég) og svo einhver snillingur á bassa sem ég veit ekki hvað heitir.Blush ) eftir svona upplifun vill maður helst ekki tala við neinn svo að tónlistin sem enn hljómar inní mér truflist ekki. Eftir hlé var fjör þá kom hin stórkostlega blús söngkona Deitra Farr og skemmti okkur og gerði það svo sannarlega vel það var mikið stuð í lögunum hennar og hafði hún ekkert fyrir því að hrífa allan salinn með sér. jea ástarþakkir fyrir mig. Kissing  Kissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

hæhæ núna er ég komin á Egilsstaði er reyndar rétt herna við Fjarðarheiðina.  Nú er spurning hvenær mundi maður rennir yfir heiðina á Seyðisfjörð.

Hafdís Jóhannsdóttir, 11.7.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband